Owen var álitsgjafi hjá BT Sport um seinni leik United og Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

„Liverpool þurfti að spila á móti gríðarlega sterkum liðum á leiðinni að titlinum í fyrra,“ bætti Owen við.
Svo virðist sem gamli framherjinn hafi gleymt seinni hálfleiknum í úrslitaleik Liverpool og Sevilla í fyrra.
Liverpool leiddi 1-0 í hálfleik í úrslitaleiknum í Basel í fyrra. Sevilla-menn voru hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik, skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigur í Evrópudeildinni þriðja árið í röð.
Það virðist þó hafa fennt yfir þennan seinni hálfleik í huga Owens sem skoraði 158 mörk í 297 leikjum fyrir Liverpool á árunum 1997-2004.