Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2017 23:08 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur enn við ásakanir sínar um Barack Obama, forveri hans, hafi fyrirskipað að símar í Trump-turninum í New York yrðu hleraðir. Þingnefndir beggja deilda þings Bandaríkjanna segja ekkert eftirlit hafa átt sér stað og Paul Ryan, forseti þingsins og leiðtogi Repúblikanaflokksins, er á sama máli. Þrátt fyrir það varði Sean Spicer, talsmaður Trump, ásakanir forsetans. Vísaði hann til umfjöllunar um rannsóknir á samskiptum yfirvalda í Rússlandi og starfsmanna Trump, sér til stuðnings. Hann sagði deginum ljósara að einhvers konar eftirlit hefði átt sér stað.Spicer sagði að Trump hefði skrifað „wires tapped“ í tístum sínum og að hann hafi ekki átt sérstaklega við símahleranir, heldur einhvers konar eftirlit. Trump notaði gæsalappir í tveimur tístum af fjórum sem hann skrifaði um málið. Í hinum tveimur talaði hann beinum orðum um að Obama hefði „hlerað síma“ hans. „Hve lágt hefur Obama sokkið til að hlera síma mína í þessum mjög svo heilögu kosningum. Þetta er Nixon/Watergate. Vondur (eða sjúkur) gaur!“ skrifaði Trump.Tístin má sjá í hlekknum hér að neðan.Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Samkvæmt heimildarmanni Reuters, sem þekkir til rannsóknarinnar og annarra, hafa rannsóknaraðilar leitað „eins ítarlega og þeir gátu“ að vísbendingum um eftirlit með Trump eða samstarfsmönnum hans án árangurs.Trump gaf í skyn í gær að von væri á upplýsingum sem myndu sanna mál hans á næstu vikum. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, þar sem Sean Spicer var spurður út í málið.'CALM DOWN': Watch Sean Spicer spar with reporters over Trump's wiretap claims #PressBriefing pic.twitter.com/FS6NvGPY6d— Business Insider (@businessinsider) March 16, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur enn við ásakanir sínar um Barack Obama, forveri hans, hafi fyrirskipað að símar í Trump-turninum í New York yrðu hleraðir. Þingnefndir beggja deilda þings Bandaríkjanna segja ekkert eftirlit hafa átt sér stað og Paul Ryan, forseti þingsins og leiðtogi Repúblikanaflokksins, er á sama máli. Þrátt fyrir það varði Sean Spicer, talsmaður Trump, ásakanir forsetans. Vísaði hann til umfjöllunar um rannsóknir á samskiptum yfirvalda í Rússlandi og starfsmanna Trump, sér til stuðnings. Hann sagði deginum ljósara að einhvers konar eftirlit hefði átt sér stað.Spicer sagði að Trump hefði skrifað „wires tapped“ í tístum sínum og að hann hafi ekki átt sérstaklega við símahleranir, heldur einhvers konar eftirlit. Trump notaði gæsalappir í tveimur tístum af fjórum sem hann skrifaði um málið. Í hinum tveimur talaði hann beinum orðum um að Obama hefði „hlerað síma“ hans. „Hve lágt hefur Obama sokkið til að hlera síma mína í þessum mjög svo heilögu kosningum. Þetta er Nixon/Watergate. Vondur (eða sjúkur) gaur!“ skrifaði Trump.Tístin má sjá í hlekknum hér að neðan.Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Samkvæmt heimildarmanni Reuters, sem þekkir til rannsóknarinnar og annarra, hafa rannsóknaraðilar leitað „eins ítarlega og þeir gátu“ að vísbendingum um eftirlit með Trump eða samstarfsmönnum hans án árangurs.Trump gaf í skyn í gær að von væri á upplýsingum sem myndu sanna mál hans á næstu vikum. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, þar sem Sean Spicer var spurður út í málið.'CALM DOWN': Watch Sean Spicer spar with reporters over Trump's wiretap claims #PressBriefing pic.twitter.com/FS6NvGPY6d— Business Insider (@businessinsider) March 16, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira