Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 13:53 "Við höfum bent fólki á þegar koma upp félagslegar aðstæður þá sé hægt að leita til borgarinnar," sagði Jón Karl, aðspurður hvort verið sé að mismuna eftir efnahag. „Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“ Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Verndartollar í Evrópu og kortavelta eykst Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
„Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Verndartollar í Evrópu og kortavelta eykst Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“