Trump-liðar sannfærðir um samsæri innan stjórnkerfisins 14. mars 2017 22:19 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira