Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2017 15:09 Donald Trump valdi Scott Pruitt, afneitara loftslagsvísinda, til að stjórna Umhverfisstofnun Bandaríkjanna. Vísir/Getty Beinn sími forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) hefur ekki hætt að hringja eftir að hann dró í efa vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni. Starfsmenn stofnunarinnar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að slíkur fjöldi símtala hafi borist á föstudag að setja hafi þurft upp bráðabirgðasímsvörunarmiðstöð. Skipan Scott Pruitt sem forstjóri Umhverfisstofnunarinnar var umdeild þar sem hann hefur lengi dregið í efa að menn beri ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna um það. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis tók Pruitt jafnframt þátt í fjölda mála gegn EPA til að hnekkja reglum sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Ég tel að það sé mjög erfitt að mæla með nákvæmni [áhrif] gjörða manna á loftslagið og það eru gríðarlega deildar meiningar um hversu mikil þau áhrif eru, svo nei, ég er ekki sammála því að þær séu aðalorsakavaldur þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við sjáum,“ sagði Pruitt í viðtali við MSNBC á fimmtudag.Fáheyrt að svo margir kvarti í forstjóra ríkisstofnunarUmmælin vöktu harða gagnrýni vísindamanna og fyrrverandi forstjóra EPA enda eru þau í engu samræmi við veruleikann, svo ekki sé minnst á upplýsingar sem koma fram á vefsíðu stofnunarinnar sjálfrar eins og kemur fram í frétt Washington Post. Eftir að Pruitt lét ummælin falla hefur símtölunum til EPA rignt inn. Talskona stofnunarinnar segir við bandaríska blaðið að hún hafi skráð um þrjú hundruð símtöl og tölvupósta. Washington Post segir ekki óalgengt að kjósendur hafi samband við þingmenn til þess að lýsa óánægju sinni sé fáheyrt að kvartanir beinist að forstjóra ríkisstofnunar í þessum mæli. Bandaríska Haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) greindi frá því á föstudag að hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar á síðasta ári hafi jafnað met sem sett var árið áður. Aukningin er fordæmalaus í sögu beinna mælinga af þessu tagi. Síðustu tvö ára hafa sömuleiðis verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld. Tengdar fréttir Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Beinn sími forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) hefur ekki hætt að hringja eftir að hann dró í efa vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni. Starfsmenn stofnunarinnar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að slíkur fjöldi símtala hafi borist á föstudag að setja hafi þurft upp bráðabirgðasímsvörunarmiðstöð. Skipan Scott Pruitt sem forstjóri Umhverfisstofnunarinnar var umdeild þar sem hann hefur lengi dregið í efa að menn beri ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna um það. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis tók Pruitt jafnframt þátt í fjölda mála gegn EPA til að hnekkja reglum sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Ég tel að það sé mjög erfitt að mæla með nákvæmni [áhrif] gjörða manna á loftslagið og það eru gríðarlega deildar meiningar um hversu mikil þau áhrif eru, svo nei, ég er ekki sammála því að þær séu aðalorsakavaldur þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við sjáum,“ sagði Pruitt í viðtali við MSNBC á fimmtudag.Fáheyrt að svo margir kvarti í forstjóra ríkisstofnunarUmmælin vöktu harða gagnrýni vísindamanna og fyrrverandi forstjóra EPA enda eru þau í engu samræmi við veruleikann, svo ekki sé minnst á upplýsingar sem koma fram á vefsíðu stofnunarinnar sjálfrar eins og kemur fram í frétt Washington Post. Eftir að Pruitt lét ummælin falla hefur símtölunum til EPA rignt inn. Talskona stofnunarinnar segir við bandaríska blaðið að hún hafi skráð um þrjú hundruð símtöl og tölvupósta. Washington Post segir ekki óalgengt að kjósendur hafi samband við þingmenn til þess að lýsa óánægju sinni sé fáheyrt að kvartanir beinist að forstjóra ríkisstofnunar í þessum mæli. Bandaríska Haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) greindi frá því á föstudag að hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar á síðasta ári hafi jafnað met sem sett var árið áður. Aukningin er fordæmalaus í sögu beinna mælinga af þessu tagi. Síðustu tvö ára hafa sömuleiðis verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld.
Tengdar fréttir Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30