Ólafur Ólafsson: Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. mars 2017 17:22 Ólafur Ólafsson visir/vilhelm Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur segir að S-hópurinn hafi komið best út úr mati HSBC bankans sem var ríkinu til ráðgjafar. Hópurinn hafi fengið flest stig og var tekið fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þáttöku. „Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði,“ segir í yfirlýsingunni. Hann segir að í framhaldinu hafi verið gerður kaupsamningur og að verð hafi verið að fullu greitt til íslenska ríkisins. „Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag,“ segir Ólafur. „Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.“Yfirlýsing Ólafs Ólafssonar í heild sinni:Í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis hefur birt skýrslu um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands í ársbyrjun 2003 tel ég mikilvægt að fram komi eftirfarandi:S-hópurinn með hæsta boðiðS-hópurinn var með hæsta boð í 45,8% hlut í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Bjóðendur voru metnir af HSBC bankanum, sem var ríkinu til ráðgjafar, og kom S-hópurinn best út úr því mati. Hann fékk flest stig og tekið var fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þátttöku í kaupunum. Það er í samræmi við bókuð ummæli Ólafs Davíðssonar, formanns einkavæðingarnefndar á fundi nefndarinnar 28. ágúst 2002, að ekki væri áskilið að erlendir aðilar kæmu að viðskiptunum. Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði.Í framhaldi var gerður kaupsamningur eins og komið hefur fram. Kaupverð samkvæmt kaupsamningnum var að fullu greitt til íslenska ríkisins og staðið við öll þau skilyrði, sem sett voru í samningnum. Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag. Ríkið fékk allt sitt greittÓumdeilt er að ríkið gekk til samninga við hæstbjóðendur, fékk kaupverð að fullu greitt, sem á endanum var hærra en upphaflegt kauptilboð hljóðaði upp á. Kjartan Bjarni Björgvinsson staðfesti aðspurður á blaðamannafundi í Iðnó að nefndin ályktaði ekki sem svo að ríkið hefði skaðast í viðskiptunum.Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lýst aðkomu þýska bankans að kaupum á 16,28% hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu hf. Samkvæmt lögum var þýski bankinn lögmætur hluthafi í Eglu hf., hann innti af hendi hlutafjárframlag sitt eins og áskilið var og bar skyldur samkvæmt gerðum samningum.Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.Til að koma í veg fyrir ágreining um eignasölu ríkisins í 15 ár eins og í þessu tilfelli skulu stjórnvöld standa þannig að málum, bæði gagnvart kaupendum og almenningi, að leikreglur séu fyrir fram ákveðnar og atriði, sem ekki skipta máli, verði ekki gerð að aðalatriðum máls síðar.Að svo stöddu mun ég ekki tjá mig nánar um efni skýrslunnar fyrr en ég hef haft tækifæri til að kynna mér efni hennar og forsendur betur. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur segir að S-hópurinn hafi komið best út úr mati HSBC bankans sem var ríkinu til ráðgjafar. Hópurinn hafi fengið flest stig og var tekið fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þáttöku. „Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði,“ segir í yfirlýsingunni. Hann segir að í framhaldinu hafi verið gerður kaupsamningur og að verð hafi verið að fullu greitt til íslenska ríkisins. „Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag,“ segir Ólafur. „Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.“Yfirlýsing Ólafs Ólafssonar í heild sinni:Í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis hefur birt skýrslu um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands í ársbyrjun 2003 tel ég mikilvægt að fram komi eftirfarandi:S-hópurinn með hæsta boðiðS-hópurinn var með hæsta boð í 45,8% hlut í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Bjóðendur voru metnir af HSBC bankanum, sem var ríkinu til ráðgjafar, og kom S-hópurinn best út úr því mati. Hann fékk flest stig og tekið var fram að það væri óháð hugsanlegri erlendri þátttöku í kaupunum. Það er í samræmi við bókuð ummæli Ólafs Davíðssonar, formanns einkavæðingarnefndar á fundi nefndarinnar 28. ágúst 2002, að ekki væri áskilið að erlendir aðilar kæmu að viðskiptunum. Það er óábyrgt af Kjartani Bjarna Björgvinssyni, stjórnanda rannsóknarinnar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grundvallarforsenda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skilyrði.Í framhaldi var gerður kaupsamningur eins og komið hefur fram. Kaupverð samkvæmt kaupsamningnum var að fullu greitt til íslenska ríkisins og staðið við öll þau skilyrði, sem sett voru í samningnum. Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og einhver kynni að álykta af umræðu um skýrsluna fyrr í dag. Ríkið fékk allt sitt greittÓumdeilt er að ríkið gekk til samninga við hæstbjóðendur, fékk kaupverð að fullu greitt, sem á endanum var hærra en upphaflegt kauptilboð hljóðaði upp á. Kjartan Bjarni Björgvinsson staðfesti aðspurður á blaðamannafundi í Iðnó að nefndin ályktaði ekki sem svo að ríkið hefði skaðast í viðskiptunum.Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lýst aðkomu þýska bankans að kaupum á 16,28% hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu hf. Samkvæmt lögum var þýski bankinn lögmætur hluthafi í Eglu hf., hann innti af hendi hlutafjárframlag sitt eins og áskilið var og bar skyldur samkvæmt gerðum samningum.Það sem á fundi rannsóknarnefndar voru nefndir baksamningar voru samningar milli einkaaðila og höfðu engin áhrif á niðurstöðu í sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum. Hvorki ríkissjóður né almenningur voru verr settir vegna þessara samninga, sem rannsóknarnefndin kýs að kalla blekkingu. Samningarnir, eins og þeim er lýst í skýrslunni, snúa að fjármögnun á hlut Hauck & Aufhäuser í þessum viðskiptum, áhættu og hvernig hagnaði, ef af yrði en ekkert lá fyrir um, væri skipt. Hagnaðurinn kom til vegna hækkunar á hlutabréfaverði á tveggja ára tímabili en ekki vegna meintra blekkinga.Til að koma í veg fyrir ágreining um eignasölu ríkisins í 15 ár eins og í þessu tilfelli skulu stjórnvöld standa þannig að málum, bæði gagnvart kaupendum og almenningi, að leikreglur séu fyrir fram ákveðnar og atriði, sem ekki skipta máli, verði ekki gerð að aðalatriðum máls síðar.Að svo stöddu mun ég ekki tjá mig nánar um efni skýrslunnar fyrr en ég hef haft tækifæri til að kynna mér efni hennar og forsendur betur.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira