Dómarinn kom sér hjá því að svara spurningum þingmanna Demókrataflokksins um persónulegar skoðanir sínar varðandi fóstureyðingar, byssur og önnur umdeild málefni. Þess í stað sagðist hann nálgast alla úrskurði sína með opnum huga.
Gorsuch sagðist skilja persónulegar skoðanir sínar eftir heima.
Á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra, sagði Trump að hann myndi tilnefna dómara sem myndi snúa væri tilbúinn til þess að snúa við úrskurðinum Roe v. Wade frá 1973. Sá úrskurður Hæstaréttar tryggði rétt kvenna til fóstureyðinga samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Repúblikanar styðja tilnefningu Gorsuch heilshugar en demókratar gera það ekki. Charles E. Schumer, leiðtogi minnihlutans á öldungadeild þingsins, velti upp þeim möguleika í dag hvort að eðlilegt væri að staðfesta mann í embætti til lífstíðar, sem var tilnefndur af forseta sem er til rannsóknar af Alríkislögreglu Bandaríkjanna.
„Mig langar að benda á kaldhæðnina í því að repúblikanar, sem héldu dómarasætinu auðu í tæpt ár á meðan Barack Obama var forseti, eru nú að drífa sig að fylla sætið fyrir forseta sem er til rannsóknar hjá FBI.“