Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2017 12:45 Viðar Örn Kjartansson segir að honum þyki leiðinlegt að umræða um áfengisdrykkju hans í aðdraganda leiks Íslands gegn Króatíu í undankeppni HM 2018 í haust hafi komið upp síðustu dagana. Heimir Hallgrímsson var spurður um þetta mál á blaðamannafundi KSÍ á föstudag og sagði í samtali við Vísi í dag að málið hafi komið honum í opna skjöldu. Því hafi verið lokað á sínum tíma. „Þetta er ekki góð tímasetning,“ sagði Viðar við Vísi í dag en Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. „Það voru ekki agareglur brotnar í þessu tilviki en það var ekki fagmannlega staðið að hlutunum hjá mér. Ég ber ábyrgð á því og baðst afsökunar.“ Sjá einnig: Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Hann segir að málið sé búið að hans hálfu. „Það er tímabært að einbeita sér að leiknum gegn Kósóvó sem öllu máli skpitir. Ég baðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu og læt þetta ekki koma fyrir aftur.“ „Mér finnst líka leiðinlegt að umfjöllunin fyrir þennan leik myndi fara í þetta mál. Við eigum mikilvægan leik gegn Kósóvó og erum að einbeita okkur að honum.“ Hann segir að málið hafi verið rætt, bæði á milli hans og Heimis og líka innan hópsins. „Þetta er búið mál fyrir okkur. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en að bijðast afsökunar og láta þetta ekki koma fyrir aftur.“ Viðar Örn segir auðvelt að vera vitur eftir á í svona málum. „Það var aldrei planið að sýna hópnum óvirðingu. En þetta er búið og gert og mér finnst þetta leiðinlegt. En nú þurfum við að einbeita okkur að því sem skiptir máli.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Hans mál hvað hann gerir áður en kemur í landsliðsverkefni Á blaðamannafundi landsliðsins í gær kom fram að framherjinn Viðar Örn Kjartansson hefði komið ölvaður til móts við landsliðið í undirbúningi leiksins gegn Króatíu síðasta nóvember. Hann kom degi á undan landsliðinu til Ítalíu í æfingabúðirnar. 18. mars 2017 07:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson segir að honum þyki leiðinlegt að umræða um áfengisdrykkju hans í aðdraganda leiks Íslands gegn Króatíu í undankeppni HM 2018 í haust hafi komið upp síðustu dagana. Heimir Hallgrímsson var spurður um þetta mál á blaðamannafundi KSÍ á föstudag og sagði í samtali við Vísi í dag að málið hafi komið honum í opna skjöldu. Því hafi verið lokað á sínum tíma. „Þetta er ekki góð tímasetning,“ sagði Viðar við Vísi í dag en Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. „Það voru ekki agareglur brotnar í þessu tilviki en það var ekki fagmannlega staðið að hlutunum hjá mér. Ég ber ábyrgð á því og baðst afsökunar.“ Sjá einnig: Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Hann segir að málið sé búið að hans hálfu. „Það er tímabært að einbeita sér að leiknum gegn Kósóvó sem öllu máli skpitir. Ég baðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu og læt þetta ekki koma fyrir aftur.“ „Mér finnst líka leiðinlegt að umfjöllunin fyrir þennan leik myndi fara í þetta mál. Við eigum mikilvægan leik gegn Kósóvó og erum að einbeita okkur að honum.“ Hann segir að málið hafi verið rætt, bæði á milli hans og Heimis og líka innan hópsins. „Þetta er búið mál fyrir okkur. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en að bijðast afsökunar og láta þetta ekki koma fyrir aftur.“ Viðar Örn segir auðvelt að vera vitur eftir á í svona málum. „Það var aldrei planið að sýna hópnum óvirðingu. En þetta er búið og gert og mér finnst þetta leiðinlegt. En nú þurfum við að einbeita okkur að því sem skiptir máli.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Hans mál hvað hann gerir áður en kemur í landsliðsverkefni Á blaðamannafundi landsliðsins í gær kom fram að framherjinn Viðar Örn Kjartansson hefði komið ölvaður til móts við landsliðið í undirbúningi leiksins gegn Króatíu síðasta nóvember. Hann kom degi á undan landsliðinu til Ítalíu í æfingabúðirnar. 18. mars 2017 07:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15
Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30
Hans mál hvað hann gerir áður en kemur í landsliðsverkefni Á blaðamannafundi landsliðsins í gær kom fram að framherjinn Viðar Örn Kjartansson hefði komið ölvaður til móts við landsliðið í undirbúningi leiksins gegn Króatíu síðasta nóvember. Hann kom degi á undan landsliðinu til Ítalíu í æfingabúðirnar. 18. mars 2017 07:00