Hann staðfesti að Alríkislögreglan, FBI, væri að rannsaka mögulegt samráð Trumpframboðsins og yfirvalda í Rússlandi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar voru í nóvember.
Comey sagði málið vera ríkisleyndarmál og að hann mætti ekki segja til um hverjir væru til skoðunar eða hvað. Hins vegar hét hann því að FBI myndi fylgja vísbendingum og staðreyndum, hvert sem þær leiddu.
Auk Comey var Michael Rogers, yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, á fundi með nefndinni. Báðir sögðu þeir að stofnanir þeirra byggju ekki yfir gögnum um kosningasvindl í Bandaríkjunum.
Bein útsending frá fundinum.JUST IN: FBI Director James Comey: The FBI is investigating "alleged links" between the Trump campaign and Russia https://t.co/9RXwkb3DtB pic.twitter.com/iqBlrcvWZS
— CNN (@CNN) March 20, 2017