Fátt um svör frá Hauck & Aufhäuser Sæunn Gísladóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Martin Zeil. vísir/EPA Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira