Borgin opnar ungbarnadeildir á leikskólum Skúli Helgason skrifar 31. mars 2017 07:00 Eitt helsta forgangsmál meirihlutans í borginni er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær mikilvægan áfanga á þeirri leið. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og felur m.a. í sér fjölgun leikskólaplássa um nærri 300 með áherslu á börn um 18 mánaða aldur. Í haust verða opnaðar ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og þörfum barna á öðru og þriðja aldursári. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar. Í fyrsta áfanga verða opnaðar sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg í miðbænum, Holt í Breiðholti, Sunnuás í Laugardal og Blásali í Árbæ og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Þá er stefnt að því að reisa sérhæfðan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi. Eftir páska verður opnað fyrir innritun barna sem fædd eru frá janúar til apríl 2016 á almennum leikskóladeildum borgarinnar. Þá munum við samþykkja fjölgun plássa fyrir ung börn í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um rúmlega 200. Með þessum aðgerðum vonumst við til að stór hluti barna sem fædd eru á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs hafi fengið boð um leikskólapláss í haust. Loks verða niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Auglýst verður eftir nýjum dagforeldrum og settur á fót starfshópur með þátttöku dagforeldra um aukin gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi. Stýrihópurinn mun á næstu mánuðum móta áætlun um hvernig megi bjóða 12-18 mánaða börnum leikskólapláss í borginni á komandi árum. Ljóst er að framundan er mikið uppbyggingarskeið í leikskólamálum í borginni samhliða vinnu við að bæta starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks leikskólanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta forgangsmál meirihlutans í borginni er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær mikilvægan áfanga á þeirri leið. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og felur m.a. í sér fjölgun leikskólaplássa um nærri 300 með áherslu á börn um 18 mánaða aldur. Í haust verða opnaðar ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og þörfum barna á öðru og þriðja aldursári. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar. Í fyrsta áfanga verða opnaðar sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg í miðbænum, Holt í Breiðholti, Sunnuás í Laugardal og Blásali í Árbæ og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Þá er stefnt að því að reisa sérhæfðan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi. Eftir páska verður opnað fyrir innritun barna sem fædd eru frá janúar til apríl 2016 á almennum leikskóladeildum borgarinnar. Þá munum við samþykkja fjölgun plássa fyrir ung börn í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um rúmlega 200. Með þessum aðgerðum vonumst við til að stór hluti barna sem fædd eru á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs hafi fengið boð um leikskólapláss í haust. Loks verða niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Auglýst verður eftir nýjum dagforeldrum og settur á fót starfshópur með þátttöku dagforeldra um aukin gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi. Stýrihópurinn mun á næstu mánuðum móta áætlun um hvernig megi bjóða 12-18 mánaða börnum leikskólapláss í borginni á komandi árum. Ljóst er að framundan er mikið uppbyggingarskeið í leikskólamálum í borginni samhliða vinnu við að bæta starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks leikskólanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar