Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 6. ágúst 2025 12:32 Upplýsingaóreiðu hefur verið beitt gegn íslensku stóðhryssunni og hefur eðlilegum hluta, sem er að benda á tilvik illrar meðferðar, verið hrært saman við ósannindi og áróður. Tilgangurinn er ekki að bæta velferð við stóðhald heldur að afleggja þessi gömlu stóð okkar Íslendinga. Fólk þarf að átta sig á þessu. Það er brýnt að gera greinarmun á áherslu að aukinni velferð dýra og á áherslu að aflagningu dýrahalds burtséð frá dýravelferð. Í greininni Stóðhryssur eru ekki moldvörpur fjallaði ég um viðmið og rannsókn á áhrifum blóðtöku á hryssurnar og því hvernig fólki hefur verið talið í trú um að hún sé hryssunum skaðleg. Markmið þessarar greinar eru að koma fleiri grunduðum upplýsingum til almennings, en þó fyrst og fremst að verja hryssurnar. Velkomið er að hafa samband ef fólk óskar frumupplýsinga. Eitt af því sem hefur verið haldið fram er að tilgangur íslensku stóðanna sé að taka þeim blóð og að folöldunum verði því miður að slátra af því það finnast ekki eigendur fyrir þau. Hugmyndin um sláturfolöld sem aukaafurð kemur frá meginlandi Evrópu þar sem folöld eru einmitt að heita má eingöngu ræktuð til að búa til reiðhross. Fólk í Evrópu þekkir almennt ekki hesta sem búfé og síst sem búfé sem gengur jafn frjálst og hryssurnar gera hér. Iðulega heldur fólk í Evrópu því að hryssurnar lifi hér sem villt dýr. Ástæðan er sú að í Evrópu er ýmis ekki hefð fyrir og þó fremur að ekki er þar landnæði til að halda hrossastóð af sama frelsi og hryssurnar okkar njóta. Folöld hafa aldrei verið aukaafurð hér á landi og séu þau ekki til ásetnings þá fara þau í sláturhús, alveg eins og lömb. Stóðhald með folaldaframleiðslu er hér gamall búskapur og blóðtakan er fremur nýleg viðbót. Hryssurnar hafa tilgang eins og öll önnur hross og allt annað búfé og gæludýr, vinna það sér til lífs og atlætis að leggja til návist, vinnu og/eða afurðir. Það er enginn bústofn sem býr við eins mikla velferð, langlífi og hraustleik og þessar hryssur okkar, endilega ekki láta plata ykkur til að halda annað, ekki heldur þótt Evrópubúar þekki ekki að hross séu haldin til matar né það frjálsræði búfjár sem hryssurnar hér búa við. Því hefur verið viðhaldið að það sé í ýmist sumum, flestum eða öllum Evrópulöndum bannað að taka hryssum blóð vegna dýraverndarsjónarmiða. Þetta eru ósannindi, sem eru ekki leiðrétt í umræðum. Atvinnuvegaráðuneytið lét athuga þetta árið 2022 og í skýrslu ráðuneytisins undir kaflaheitinu ,,Blóðmerahald bannað í dýraverndurnarlögum” eru listuð eftirfarandi Evrópulönd þar sem það er ekki bannað: Albanía, Andorra, Austurríki, Belgía, Bosnía og Hersegóvína, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Hvíta-Rússland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Moldóvía, Mónakó, Norður-Makedónía, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, San Marínó, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartafjallsland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Úkraína, Þýskaland. Sami listi yfir Evrópulönd með banni: ekkert land listað. Semsagt hvergi. Við höfum verið látin halda að þetta sé almennt bannað vegna dýraverndarsjónarmiða í Evrópu, nema á Íslandi og að þannig séum við Íslendingar einhverjir sérstakir dýraníðingar. Svo er ekki og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Loks hefur því verið haldið fram að Evrópuþing hafi ýmist mælt gegn, sett lög gegn, lagst gegn eða bannað blóðgjöf hryssna í framleiðsluskyni. Það er líka rangt. Blóð hrossa og fleiri dýra er raunar víða notað til ýmis konar reglulegrar framleiðslu, nefni hér til dæmis sermisframleiðslu. Hið rétta í þessu er að árið 2021 var lögð fram ályktun á Evrópuþingi með sjónarmiðum um matvælaframleiðslu. Þetta er álitstexti sem er vel á annað hundruð liðir um neytendur, framleiðendur, flutning, umhverfi, heilbrigði o.fl. Þar er í einum liðnum mælst til að nýta ekki afurðir tilraunadýra til matvælaframleiðslu og að banna framleiðslu úr blóði hryssna eins og hér er rætt, að sögn vegna þess að það stofni lífi og heilsu hryssnanna í voða og einnig vegna þess að þær séu kerfisbundið gerðar fylfullar. Hvernig slíkar fullyrðingar komust inn í texta sem að öðru leyti vill miða við grunduð vísindleg viðmið er athyglisvert, en með textanum er jafnframt okkar hryssum, sem búa við góða velferð, spyrt saman við hvernig samsvarandi hryssur eru meðhöndlaðar utan Evrópu, nokkuð sem stenst engan samanburð. Þetta og það hvaða ótrúlega leikfimi hefur leitt til þess að íslenska stóðhryssan er í dag pólitískt skilgreind sem tilraunadýr hér á landi er síðan vert nánari skoðunar. Þessi flokkun hryssunar yfir í að vera tilraunadýr átti sér við nánari skoðun ekki stað að frumkvæði okkar, né ESA, né ESB, heldur eftir sömu íhlutun sömu aðila og standa fyrir áróðrinum sem hefur dunið á almenningi hér á landi og í Evrópu. Auðvitað vitum við að íslenska stóðhryssan er ekkert tilraunadýr, hún er framleiðsludýr, eins og annað búfé. Og hefur alltaf verið. Þetta er mjög sérkennilegt mál sem er vert að leiðrétta enda ekki verið að framkvæma neina vísindarannsóknir eða tilraunir á stóðhryssum hér. Ég efast um að íslenska þjóðin yrði sátt við þá niðurstöðu að íslensku stóðunum yrði slátrað í nafni dýravelferðar og hvað finnst okkur þá um að orðspor okkar yrði eftirleiðis bundið við þá niðurstöðu? Það er brýn þörf á að taka til máls um þetta á eðlilegum forsendum og hryssunum til varnar, enda stendur dýravelferð á Íslandi vel miðað við það sem gengur og gerist og er velferð hryssnanna þar framúrskarandi. En hvers vegna er þetta að eiga sér stað? Hvers vegna er farið svona að almenningi, bæði í Evrópu og hér á landi og þá enn fremur hvers vegna er farið svona gegn tilvist íslensku stóðanna? Svarið felst í tveim orðum og hvorugt þeirra er dýravelferð. Mér er málið skylt og mun fjalla um það í næstu grein. Höfundur var formaður Dýraverndarsambands Íslands og vinnur að stofnun nýs félagsafls í þágu dýravelferðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Upplýsingaóreiðu hefur verið beitt gegn íslensku stóðhryssunni og hefur eðlilegum hluta, sem er að benda á tilvik illrar meðferðar, verið hrært saman við ósannindi og áróður. Tilgangurinn er ekki að bæta velferð við stóðhald heldur að afleggja þessi gömlu stóð okkar Íslendinga. Fólk þarf að átta sig á þessu. Það er brýnt að gera greinarmun á áherslu að aukinni velferð dýra og á áherslu að aflagningu dýrahalds burtséð frá dýravelferð. Í greininni Stóðhryssur eru ekki moldvörpur fjallaði ég um viðmið og rannsókn á áhrifum blóðtöku á hryssurnar og því hvernig fólki hefur verið talið í trú um að hún sé hryssunum skaðleg. Markmið þessarar greinar eru að koma fleiri grunduðum upplýsingum til almennings, en þó fyrst og fremst að verja hryssurnar. Velkomið er að hafa samband ef fólk óskar frumupplýsinga. Eitt af því sem hefur verið haldið fram er að tilgangur íslensku stóðanna sé að taka þeim blóð og að folöldunum verði því miður að slátra af því það finnast ekki eigendur fyrir þau. Hugmyndin um sláturfolöld sem aukaafurð kemur frá meginlandi Evrópu þar sem folöld eru einmitt að heita má eingöngu ræktuð til að búa til reiðhross. Fólk í Evrópu þekkir almennt ekki hesta sem búfé og síst sem búfé sem gengur jafn frjálst og hryssurnar gera hér. Iðulega heldur fólk í Evrópu því að hryssurnar lifi hér sem villt dýr. Ástæðan er sú að í Evrópu er ýmis ekki hefð fyrir og þó fremur að ekki er þar landnæði til að halda hrossastóð af sama frelsi og hryssurnar okkar njóta. Folöld hafa aldrei verið aukaafurð hér á landi og séu þau ekki til ásetnings þá fara þau í sláturhús, alveg eins og lömb. Stóðhald með folaldaframleiðslu er hér gamall búskapur og blóðtakan er fremur nýleg viðbót. Hryssurnar hafa tilgang eins og öll önnur hross og allt annað búfé og gæludýr, vinna það sér til lífs og atlætis að leggja til návist, vinnu og/eða afurðir. Það er enginn bústofn sem býr við eins mikla velferð, langlífi og hraustleik og þessar hryssur okkar, endilega ekki láta plata ykkur til að halda annað, ekki heldur þótt Evrópubúar þekki ekki að hross séu haldin til matar né það frjálsræði búfjár sem hryssurnar hér búa við. Því hefur verið viðhaldið að það sé í ýmist sumum, flestum eða öllum Evrópulöndum bannað að taka hryssum blóð vegna dýraverndarsjónarmiða. Þetta eru ósannindi, sem eru ekki leiðrétt í umræðum. Atvinnuvegaráðuneytið lét athuga þetta árið 2022 og í skýrslu ráðuneytisins undir kaflaheitinu ,,Blóðmerahald bannað í dýraverndurnarlögum” eru listuð eftirfarandi Evrópulönd þar sem það er ekki bannað: Albanía, Andorra, Austurríki, Belgía, Bosnía og Hersegóvína, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Hvíta-Rússland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Moldóvía, Mónakó, Norður-Makedónía, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, San Marínó, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartafjallsland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Úkraína, Þýskaland. Sami listi yfir Evrópulönd með banni: ekkert land listað. Semsagt hvergi. Við höfum verið látin halda að þetta sé almennt bannað vegna dýraverndarsjónarmiða í Evrópu, nema á Íslandi og að þannig séum við Íslendingar einhverjir sérstakir dýraníðingar. Svo er ekki og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Loks hefur því verið haldið fram að Evrópuþing hafi ýmist mælt gegn, sett lög gegn, lagst gegn eða bannað blóðgjöf hryssna í framleiðsluskyni. Það er líka rangt. Blóð hrossa og fleiri dýra er raunar víða notað til ýmis konar reglulegrar framleiðslu, nefni hér til dæmis sermisframleiðslu. Hið rétta í þessu er að árið 2021 var lögð fram ályktun á Evrópuþingi með sjónarmiðum um matvælaframleiðslu. Þetta er álitstexti sem er vel á annað hundruð liðir um neytendur, framleiðendur, flutning, umhverfi, heilbrigði o.fl. Þar er í einum liðnum mælst til að nýta ekki afurðir tilraunadýra til matvælaframleiðslu og að banna framleiðslu úr blóði hryssna eins og hér er rætt, að sögn vegna þess að það stofni lífi og heilsu hryssnanna í voða og einnig vegna þess að þær séu kerfisbundið gerðar fylfullar. Hvernig slíkar fullyrðingar komust inn í texta sem að öðru leyti vill miða við grunduð vísindleg viðmið er athyglisvert, en með textanum er jafnframt okkar hryssum, sem búa við góða velferð, spyrt saman við hvernig samsvarandi hryssur eru meðhöndlaðar utan Evrópu, nokkuð sem stenst engan samanburð. Þetta og það hvaða ótrúlega leikfimi hefur leitt til þess að íslenska stóðhryssan er í dag pólitískt skilgreind sem tilraunadýr hér á landi er síðan vert nánari skoðunar. Þessi flokkun hryssunar yfir í að vera tilraunadýr átti sér við nánari skoðun ekki stað að frumkvæði okkar, né ESA, né ESB, heldur eftir sömu íhlutun sömu aðila og standa fyrir áróðrinum sem hefur dunið á almenningi hér á landi og í Evrópu. Auðvitað vitum við að íslenska stóðhryssan er ekkert tilraunadýr, hún er framleiðsludýr, eins og annað búfé. Og hefur alltaf verið. Þetta er mjög sérkennilegt mál sem er vert að leiðrétta enda ekki verið að framkvæma neina vísindarannsóknir eða tilraunir á stóðhryssum hér. Ég efast um að íslenska þjóðin yrði sátt við þá niðurstöðu að íslensku stóðunum yrði slátrað í nafni dýravelferðar og hvað finnst okkur þá um að orðspor okkar yrði eftirleiðis bundið við þá niðurstöðu? Það er brýn þörf á að taka til máls um þetta á eðlilegum forsendum og hryssunum til varnar, enda stendur dýravelferð á Íslandi vel miðað við það sem gengur og gerist og er velferð hryssnanna þar framúrskarandi. En hvers vegna er þetta að eiga sér stað? Hvers vegna er farið svona að almenningi, bæði í Evrópu og hér á landi og þá enn fremur hvers vegna er farið svona gegn tilvist íslensku stóðanna? Svarið felst í tveim orðum og hvorugt þeirra er dýravelferð. Mér er málið skylt og mun fjalla um það í næstu grein. Höfundur var formaður Dýraverndarsambands Íslands og vinnur að stofnun nýs félagsafls í þágu dýravelferðar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun