Verðlaunaféð fer í mat, strætó og bjór 30. mars 2017 10:15 Hrafnkell er fyndnasti háskólaneminn og fékk að launum 100.000 krónur og tækifæri til að stíga á svið með Mið-Íslandshópnum. Mynd/Ragnhildur Lára Weisshappel Lögfræðineminn Hrafnkell Ásgeirsson sigraði í uppistandskeppninni Fyndnasti háskólaneminn. Hann fékk að launum 100.000 krónur og tækifæri til að koma fram með Mið-Íslandshópnum. Keppnin fró fram í Stúdentakjallaranum og staðurinn var troðinn. „Þetta var mjög stressandi, það var alveg fáránlega margt fólk þarna, ég hef aldrei séð Stúdentakjallarann svona pakkaðan,“ segir Hrafnkell sem var kosinn fyndnasti háskólaneminn á þriðjudaginn úr sex manna hóp. Í dómnefndinni voru þeir Ari Eldjárn, Björn Bragi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA úr Mið-Íslandi. „Ég hef verið svolítið í ræðumennsku, var í Morfísliðinu í menntó og hef haldið einhverjar ræður í veislum og svoleiðis,“ segir Hrafnkell spurður út í hvort hann sé vanur að koma fram á sviði. „En að vera með uppistand er allt annað því þú ert miklu berskjaldaðri. Þú færð ekki neitt ákveðið viðfangsefni, þú skapar það bara sjálfur. Það er auðvitað miklu auðveldara að tala um t.d. eitthvert afmælisbarn, þá segir þú bara sögur af því. En í uppstandi þá ert þú að stýra umfjöllunarefninu og getur ekki notað neitt blað til að styðjast við. Maður þarf bara að vera með efnið á hreinu og það eykur stressið. Ef maður hikar eða klikkar, þá er auðvelt að detta út,“ segir Hrafnkell sem var búinn að æfa töluvert fyrir lokakvöldið. „Það voru auðvitað undankvöld í seinustu viku og þar æfðist maður. En ég var með eitthvað af nýju efni á lokakvöldinu þannig að ég æfði mig eiginlega allan þriðjudaginn og eitthvað á mánudaginn. Þá fór ég aftur og aftur í gegnum efnið. Af og til flutti ég efnið fyrir framan fólk en ég var mest bara einn inni í herbergi að þramma um gólf,“ segir hann og hlær. Hrafnkell byggði uppistandið mestmegnis á sinni eigin reynslu. „Þemað var bara ég sjálfur. Ég talaði t.d. um námið og heimsreisuna sem ég fór í eftir menntaskóla sem er eitthvað svo týpískt. Og ég talaði um það að allir vinir mínir eru komnir með krakka, íbúð og bíl en ég á ekki einu sinni hjól.“ Hrafnkell segir langauðveldast að gera grín að sjálfum sér. „Þú getur litið út fyrir að vera hálf hrokafullur og asnalegur ef þú ert að skjóta á einhverja ákveðna samfélagshópa eða einhvern í salnum. En það geta einhvern veginn allir hlegið að því þegar þú gerir grín að sjálfum þér.“Smá stressaður fyrir föstudeginum Hrafnkell segist alveg geta hugsað sér að halda áfram í uppistandinu og fyrsta skref er að stíga á svið með Mið-Íslandi en það var hluti af verðlaununum. „Ég er að fara að koma fram með þeim á föstudaginn,“ segir Hrafnkell sem kveðst finna fyrir smá stressi. „En ég gat þetta í gær og þá ætti ég alveg að geta þetta núna. Sérstaklega þar sem ég kann efnið vel núna, ég veit alveg hvað ég er að fara að segja.“Spurður út í hvort hann hafi alla tíð þótt fyndinn segir Hrafnkell: „Tjah, ég hef alltaf verið að grínast eitthvað á Twitter og auðvitað líka í vinahópnum. Þetta er ekkert eitthvað sem ég byrjaði að gera í seinustu viku. Þetta var bara frekar náttúrulegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég skráði mig upphaflega í þessa keppni vegna þess að vinur minn, hann Viktor Jónsson, hitaði upp fyrir sjónvarpsmanninn Trevor Noah á uppistandi um daginn og ég aðstoðaði hann aðeins fyrir það. Þá hvatti Viktor mig til að gera þetta sjálfur og ég ákvað bara að láta vaða.“ Hrafnkell var verðlaunaður með risavaxinni ávísun upp á 100.000 krónur í boði Landsbankans þegar úrslitin voru tilkynnt. „Sko, ég er náttúrulega þessi týpíski fátæki námsmaður þessa dagana. Þannig að líklegast fer þetta bara í mat, strætó og bjór. Það er ekki einhver afborgun af íbúð sem ég þarf að borga eða álíka,“ segir hann spurður út í hvað hann ætli að kaupa fyrir peningana. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Lögfræðineminn Hrafnkell Ásgeirsson sigraði í uppistandskeppninni Fyndnasti háskólaneminn. Hann fékk að launum 100.000 krónur og tækifæri til að koma fram með Mið-Íslandshópnum. Keppnin fró fram í Stúdentakjallaranum og staðurinn var troðinn. „Þetta var mjög stressandi, það var alveg fáránlega margt fólk þarna, ég hef aldrei séð Stúdentakjallarann svona pakkaðan,“ segir Hrafnkell sem var kosinn fyndnasti háskólaneminn á þriðjudaginn úr sex manna hóp. Í dómnefndinni voru þeir Ari Eldjárn, Björn Bragi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA úr Mið-Íslandi. „Ég hef verið svolítið í ræðumennsku, var í Morfísliðinu í menntó og hef haldið einhverjar ræður í veislum og svoleiðis,“ segir Hrafnkell spurður út í hvort hann sé vanur að koma fram á sviði. „En að vera með uppistand er allt annað því þú ert miklu berskjaldaðri. Þú færð ekki neitt ákveðið viðfangsefni, þú skapar það bara sjálfur. Það er auðvitað miklu auðveldara að tala um t.d. eitthvert afmælisbarn, þá segir þú bara sögur af því. En í uppstandi þá ert þú að stýra umfjöllunarefninu og getur ekki notað neitt blað til að styðjast við. Maður þarf bara að vera með efnið á hreinu og það eykur stressið. Ef maður hikar eða klikkar, þá er auðvelt að detta út,“ segir Hrafnkell sem var búinn að æfa töluvert fyrir lokakvöldið. „Það voru auðvitað undankvöld í seinustu viku og þar æfðist maður. En ég var með eitthvað af nýju efni á lokakvöldinu þannig að ég æfði mig eiginlega allan þriðjudaginn og eitthvað á mánudaginn. Þá fór ég aftur og aftur í gegnum efnið. Af og til flutti ég efnið fyrir framan fólk en ég var mest bara einn inni í herbergi að þramma um gólf,“ segir hann og hlær. Hrafnkell byggði uppistandið mestmegnis á sinni eigin reynslu. „Þemað var bara ég sjálfur. Ég talaði t.d. um námið og heimsreisuna sem ég fór í eftir menntaskóla sem er eitthvað svo týpískt. Og ég talaði um það að allir vinir mínir eru komnir með krakka, íbúð og bíl en ég á ekki einu sinni hjól.“ Hrafnkell segir langauðveldast að gera grín að sjálfum sér. „Þú getur litið út fyrir að vera hálf hrokafullur og asnalegur ef þú ert að skjóta á einhverja ákveðna samfélagshópa eða einhvern í salnum. En það geta einhvern veginn allir hlegið að því þegar þú gerir grín að sjálfum þér.“Smá stressaður fyrir föstudeginum Hrafnkell segist alveg geta hugsað sér að halda áfram í uppistandinu og fyrsta skref er að stíga á svið með Mið-Íslandi en það var hluti af verðlaununum. „Ég er að fara að koma fram með þeim á föstudaginn,“ segir Hrafnkell sem kveðst finna fyrir smá stressi. „En ég gat þetta í gær og þá ætti ég alveg að geta þetta núna. Sérstaklega þar sem ég kann efnið vel núna, ég veit alveg hvað ég er að fara að segja.“Spurður út í hvort hann hafi alla tíð þótt fyndinn segir Hrafnkell: „Tjah, ég hef alltaf verið að grínast eitthvað á Twitter og auðvitað líka í vinahópnum. Þetta er ekkert eitthvað sem ég byrjaði að gera í seinustu viku. Þetta var bara frekar náttúrulegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég skráði mig upphaflega í þessa keppni vegna þess að vinur minn, hann Viktor Jónsson, hitaði upp fyrir sjónvarpsmanninn Trevor Noah á uppistandi um daginn og ég aðstoðaði hann aðeins fyrir það. Þá hvatti Viktor mig til að gera þetta sjálfur og ég ákvað bara að láta vaða.“ Hrafnkell var verðlaunaður með risavaxinni ávísun upp á 100.000 krónur í boði Landsbankans þegar úrslitin voru tilkynnt. „Sko, ég er náttúrulega þessi týpíski fátæki námsmaður þessa dagana. Þannig að líklegast fer þetta bara í mat, strætó og bjór. Það er ekki einhver afborgun af íbúð sem ég þarf að borga eða álíka,“ segir hann spurður út í hvað hann ætli að kaupa fyrir peningana.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira