Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2017 11:45 Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt systurnar Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá eru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu. Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Að því er sagði í ákæru kröfðust systrurnar átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Claessen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín að því er kom fram í ákæru.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 12:09. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar játa í fjárkúgunarmáli forsætisráðherra en neita í nauðgunarmálinu Hlín Einarsdóttir og Malín Brand komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál héraðssaksóknara á hendur þeim var þingfest. 14. nóvember 2016 13:48 Hlín huldi andlit sitt í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun klukkan 9:15. Hlín huldi andlit sitt þegar hún mætti í héraðsdóm í morgun líkt og við þingfestingu málsins. 21. mars 2017 11:12 Aðalmeðferð í máli Hlínar og Malínar hefst í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hefst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. mars 2017 08:53 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt systurnar Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá eru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu. Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Að því er sagði í ákæru kröfðust systrurnar átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Claessen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín að því er kom fram í ákæru.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 12:09.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar játa í fjárkúgunarmáli forsætisráðherra en neita í nauðgunarmálinu Hlín Einarsdóttir og Malín Brand komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál héraðssaksóknara á hendur þeim var þingfest. 14. nóvember 2016 13:48 Hlín huldi andlit sitt í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun klukkan 9:15. Hlín huldi andlit sitt þegar hún mætti í héraðsdóm í morgun líkt og við þingfestingu málsins. 21. mars 2017 11:12 Aðalmeðferð í máli Hlínar og Malínar hefst í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hefst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. mars 2017 08:53 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Systurnar játa í fjárkúgunarmáli forsætisráðherra en neita í nauðgunarmálinu Hlín Einarsdóttir og Malín Brand komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál héraðssaksóknara á hendur þeim var þingfest. 14. nóvember 2016 13:48
Hlín huldi andlit sitt í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun klukkan 9:15. Hlín huldi andlit sitt þegar hún mætti í héraðsdóm í morgun líkt og við þingfestingu málsins. 21. mars 2017 11:12
Aðalmeðferð í máli Hlínar og Malínar hefst í héraðsdómi Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hefst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. mars 2017 08:53
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent