Markmiðin náðust í Slóvakíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2017 06:00 Elín Metta Jensen skoraði fyrra mark Íslands. vísir/anton Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var að mestu sáttur með það sem hann sá frá íslenska liðinu í leiknum gegn því slóvakíska í gær. „Það var nokkuð hvasst á vellinum þannig að þetta var kaflaskiptur leikur. Í fyrri hálfleik spiluðum við á móti miklum vindi. Við spiluðum 3-4-3 í fyrri hálfleik og það gekk á köflum vel. Við áttum margar góðar sóknarfærslur sem við vorum búin að æfa en það var smá taktleysi í ákvarðanatökum á síðasta þriðjunginum. Það var samt meira jákvætt en neikvætt,“ sagði Freyr. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir á 19. mínútu þegar Elín Metta Jensen skilaði fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur í netið. Það reyndist eina markið í fyrri hálfleik. Freyr skipti um leikkerfi í hálfleik, eins og hann var búinn að ákveða fyrir leik. Þær Elísa Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komu inn á fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur og Rakel Hönnudóttur og íslenska liðið fór í leikkerfið 4-2-3-1 sem það spilaði í undankeppni EM. „Við vildum sjá hvernig andstæðingurinn myndi bregðast við því og hvernig við myndum ráða við það. Það gekk vel og þetta riðlaði þeirra plönum. Við vorum með öll völd á vellinum með smá vind í bakið. Við ógnuðum markinu stöðugt, sköpuðum okkur fín upphlaup og töluvert af færum,“ sagði Freyr um þessa breytingu sem hann gerði í hálfleik. Íslenska liðið var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleik en mark númer tvö lét bíða eftir sér. Það kom þó loks á 78. mínútu þegar Berglind Björg skallaði hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið. Þetta var fyrsta landsliðsmark Berglindar Bjargar, í 24. landsleiknum. Að skora eftir fast leikatriði var eitt af þeim markmiðum sem Freyr setti fyrir leikinn í gær. „Við fórum inn í leikinn með það að markmiði að skora eftir ákveðnar sóknarfærslur og skora eftir fast leikatriði og það gekk eftir. Við ætluðum líka að hafa stjórn á skyndisóknum og föstum leikatriðum andstæðinganna og það gekk mjög vel. Það er margt sem við getum horft á jákvæðum augum en ég vil samt sjá aðeins skarpari hugsun á boltanum á móti Hollandi á þriðjudaginn,“ sagði Freyr sem var ánægður með varnarleik Íslands en Slóvakía skapaði lítið í leiknum. „Þær áttu eina góða aukaspyrnu sem Gugga varði vel og langskot sem hún þurfti að verja í horn. Annars vorum við með mjög góða stjórn á þeim. Þær ógnuðu sífellt í skyndisóknum en við náðum að hægja vel á þeim. Það var góð stjórnun aftast á vellinum hjá okkur, við féllum ekki niður of snemma og þorðum að vera hátt uppi á vellinum. Þær ógnuðu markinu ekki mikið,“ sagði Freyr sem segir erfitt að bera leikinn í gær saman við leikina á Algarve-mótinu þar sem Ísland spilaði við mun sterkari andstæðinga. „Við vorum að spila á móti toppþjóðum á Algarve en hérna vorum við sterkari aðilinn. Þetta var allt öðruvísi leikur. En ég get sagt að framfararnir hafi verið þær að við vorum stöðugt ógnandi og árásargjarnar í vítateignum,“ sagði Freyr. Hin 17 ára Agla María Albertsdóttir kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í sínum fyrsta landsleik. Freyr kvaðst ánægður með innkomu nýliðans sem fiskaði hornspyrnuna sem Ísland skoraði annað markið úr. „Hún er með gríðarlegan kraft og hugrekki. Hún kemur inn á og tekur tvö frábær hlaup á hárréttum tíma inn fyrir varnarlínu andstæðingsins. Hún er svona X-faktor, gerir óvænta hluti og er mjög hugrökk. Það er rosalega spennandi leikmaður. Auðvitað á hún eftir að læra helling en þessi ferð á eftir að gera heilmikið fyrir hana,“ sagði Freyr að lokum. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum á þriðjudaginn. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. 6. apríl 2017 18:55 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var að mestu sáttur með það sem hann sá frá íslenska liðinu í leiknum gegn því slóvakíska í gær. „Það var nokkuð hvasst á vellinum þannig að þetta var kaflaskiptur leikur. Í fyrri hálfleik spiluðum við á móti miklum vindi. Við spiluðum 3-4-3 í fyrri hálfleik og það gekk á köflum vel. Við áttum margar góðar sóknarfærslur sem við vorum búin að æfa en það var smá taktleysi í ákvarðanatökum á síðasta þriðjunginum. Það var samt meira jákvætt en neikvætt,“ sagði Freyr. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir á 19. mínútu þegar Elín Metta Jensen skilaði fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur í netið. Það reyndist eina markið í fyrri hálfleik. Freyr skipti um leikkerfi í hálfleik, eins og hann var búinn að ákveða fyrir leik. Þær Elísa Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komu inn á fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur og Rakel Hönnudóttur og íslenska liðið fór í leikkerfið 4-2-3-1 sem það spilaði í undankeppni EM. „Við vildum sjá hvernig andstæðingurinn myndi bregðast við því og hvernig við myndum ráða við það. Það gekk vel og þetta riðlaði þeirra plönum. Við vorum með öll völd á vellinum með smá vind í bakið. Við ógnuðum markinu stöðugt, sköpuðum okkur fín upphlaup og töluvert af færum,“ sagði Freyr um þessa breytingu sem hann gerði í hálfleik. Íslenska liðið var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleik en mark númer tvö lét bíða eftir sér. Það kom þó loks á 78. mínútu þegar Berglind Björg skallaði hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið. Þetta var fyrsta landsliðsmark Berglindar Bjargar, í 24. landsleiknum. Að skora eftir fast leikatriði var eitt af þeim markmiðum sem Freyr setti fyrir leikinn í gær. „Við fórum inn í leikinn með það að markmiði að skora eftir ákveðnar sóknarfærslur og skora eftir fast leikatriði og það gekk eftir. Við ætluðum líka að hafa stjórn á skyndisóknum og föstum leikatriðum andstæðinganna og það gekk mjög vel. Það er margt sem við getum horft á jákvæðum augum en ég vil samt sjá aðeins skarpari hugsun á boltanum á móti Hollandi á þriðjudaginn,“ sagði Freyr sem var ánægður með varnarleik Íslands en Slóvakía skapaði lítið í leiknum. „Þær áttu eina góða aukaspyrnu sem Gugga varði vel og langskot sem hún þurfti að verja í horn. Annars vorum við með mjög góða stjórn á þeim. Þær ógnuðu sífellt í skyndisóknum en við náðum að hægja vel á þeim. Það var góð stjórnun aftast á vellinum hjá okkur, við féllum ekki niður of snemma og þorðum að vera hátt uppi á vellinum. Þær ógnuðu markinu ekki mikið,“ sagði Freyr sem segir erfitt að bera leikinn í gær saman við leikina á Algarve-mótinu þar sem Ísland spilaði við mun sterkari andstæðinga. „Við vorum að spila á móti toppþjóðum á Algarve en hérna vorum við sterkari aðilinn. Þetta var allt öðruvísi leikur. En ég get sagt að framfararnir hafi verið þær að við vorum stöðugt ógnandi og árásargjarnar í vítateignum,“ sagði Freyr. Hin 17 ára Agla María Albertsdóttir kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í sínum fyrsta landsleik. Freyr kvaðst ánægður með innkomu nýliðans sem fiskaði hornspyrnuna sem Ísland skoraði annað markið úr. „Hún er með gríðarlegan kraft og hugrekki. Hún kemur inn á og tekur tvö frábær hlaup á hárréttum tíma inn fyrir varnarlínu andstæðingsins. Hún er svona X-faktor, gerir óvænta hluti og er mjög hugrökk. Það er rosalega spennandi leikmaður. Auðvitað á hún eftir að læra helling en þessi ferð á eftir að gera heilmikið fyrir hana,“ sagði Freyr að lokum. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum á þriðjudaginn.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. 6. apríl 2017 18:55 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. 6. apríl 2017 18:55
Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn