Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 18:55 Berglind Björg var að vonum ánægð með fyrsta landsliðsmarkið sitt. vísir/anton Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00
Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54