Formaður Framsóknar líkir sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við Borgunarmálið Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2017 12:40 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa neina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vitnaði til úttektar Fréttablaðsins hinn 29. mars á um sölu Seðlabanka Íslands á um sex prósenta hlut hans í Kaupþingi. En verðmæti hlutarins hafi aukist um fjóra til fimm milljarða skömmu síðar eftir að Kaupþing náði samkomulagi við Deutsche Bank um 50 milljarða greiðslu til Kaupþings. Vildi vita hvort leiðréttingarákvæði væri í samningunumÍ úttekt Fréttablaðsins kom fram að þeir sem keyptu bréfin af Seðlabankanum voru þeir sömu og nýlega keyptu um 29 prósenta hlut í Arion banka. „Frú forseti, við lestur fréttarinnar vaknar eðlilega sú spurning hvort Seðlabankinn hafi sett í samninginn um sölu á bréfunum svo kallað leiðréttingarákvæði. Það er að segja að ef hlutur Seðlabankans yrði verðmætari á síðari stigum nyti Seðlabankinn þess með einhverjum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Formaður Framsóknarflokksins setti þessa sölu Seðlabankans í samhengi við sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun þar sem ekkert slíkt ákvæði hafi veri til staðar og leiddi til þess að Landsbankinn hafi orðið af stórum fjárhæðum. „Mig langar til að spyrja gæslumann íslensks almennings í þessu máli, hæstvirtan forsætisráðherra en undir hann heyrir Seðlabanki Íslands; hvort hann viti til þess að Seðlabankinn hafi sett leiðréttingarákvæði í samninginn? Einnig hvort hann hyggist kanna það af hverju samkomulag Deutche bank og Kaupþings sem líklega var tilbúið í október, barst svona seint,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfsagt að kalla eftir þessum upplýsingumBjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.vísir/ernirBjarni Benediktsson forsætisráðherra tók fram að ríkisstjórnin hefði enga beina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Honum væri því ekki kunnugt um hvaða upplýsingar Seðlabankinn hafði við sölu hlutarins í Kaupþingi. „En mér þykir það hins vegar rétt ábending hjá háttvirtum þingmanni að það er sjálfsagt að kalla eftir þessu og fá skýringar,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður Ingi sagðist gera sér grein fyrir að Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun en hann hefði tapað um fimm milljörðum á þessum viðskiptum og spurning vaknaði um sölu bankans á öðrum eignum. „Erum við að horfast í augu við það að þessir aðilar hafi enn og aftur leikið á íslenska aðila og látið okkur selja eignir á lægra verði en aðrir síðan versla með? Vegna þess að þeir höfðu vitneskju um meira,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði að sérstakt eignarhaldsfélag Seðlabankans með sjálfstæðri stjórn, hafi séð um eignir sem komu til bankans eftir hrun í stað þess að fara í brunasölu á þessum eignum.„Og niðurstaðan hefur verið sú ef horft er út frá efnahag Seðlabankans að af þessari starfsemi hefur verið umtalsvert mikill afgangur á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa neina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vitnaði til úttektar Fréttablaðsins hinn 29. mars á um sölu Seðlabanka Íslands á um sex prósenta hlut hans í Kaupþingi. En verðmæti hlutarins hafi aukist um fjóra til fimm milljarða skömmu síðar eftir að Kaupþing náði samkomulagi við Deutsche Bank um 50 milljarða greiðslu til Kaupþings. Vildi vita hvort leiðréttingarákvæði væri í samningunumÍ úttekt Fréttablaðsins kom fram að þeir sem keyptu bréfin af Seðlabankanum voru þeir sömu og nýlega keyptu um 29 prósenta hlut í Arion banka. „Frú forseti, við lestur fréttarinnar vaknar eðlilega sú spurning hvort Seðlabankinn hafi sett í samninginn um sölu á bréfunum svo kallað leiðréttingarákvæði. Það er að segja að ef hlutur Seðlabankans yrði verðmætari á síðari stigum nyti Seðlabankinn þess með einhverjum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Formaður Framsóknarflokksins setti þessa sölu Seðlabankans í samhengi við sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun þar sem ekkert slíkt ákvæði hafi veri til staðar og leiddi til þess að Landsbankinn hafi orðið af stórum fjárhæðum. „Mig langar til að spyrja gæslumann íslensks almennings í þessu máli, hæstvirtan forsætisráðherra en undir hann heyrir Seðlabanki Íslands; hvort hann viti til þess að Seðlabankinn hafi sett leiðréttingarákvæði í samninginn? Einnig hvort hann hyggist kanna það af hverju samkomulag Deutche bank og Kaupþings sem líklega var tilbúið í október, barst svona seint,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfsagt að kalla eftir þessum upplýsingumBjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.vísir/ernirBjarni Benediktsson forsætisráðherra tók fram að ríkisstjórnin hefði enga beina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Honum væri því ekki kunnugt um hvaða upplýsingar Seðlabankinn hafði við sölu hlutarins í Kaupþingi. „En mér þykir það hins vegar rétt ábending hjá háttvirtum þingmanni að það er sjálfsagt að kalla eftir þessu og fá skýringar,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður Ingi sagðist gera sér grein fyrir að Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun en hann hefði tapað um fimm milljörðum á þessum viðskiptum og spurning vaknaði um sölu bankans á öðrum eignum. „Erum við að horfast í augu við það að þessir aðilar hafi enn og aftur leikið á íslenska aðila og látið okkur selja eignir á lægra verði en aðrir síðan versla með? Vegna þess að þeir höfðu vitneskju um meira,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði að sérstakt eignarhaldsfélag Seðlabankans með sjálfstæðri stjórn, hafi séð um eignir sem komu til bankans eftir hrun í stað þess að fara í brunasölu á þessum eignum.„Og niðurstaðan hefur verið sú ef horft er út frá efnahag Seðlabankans að af þessari starfsemi hefur verið umtalsvert mikill afgangur á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30
Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00
Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56