Gott að hreyfa sig um páskana Elín Albertsdóttir skrifar 4. apríl 2017 11:15 Tanya Dimitrova er hóptímakennari, danskennari og eigandi Heilsuskóla Tanyu í Kópavogi. Hún er stöðugt á hreyfingu. Tanya Dimitrova, eigandi Heilsuskóla Tanyu, er stöðugt á hreyfingu, hún kennir í yfir 20 tíma á viku. Tanya hvetur fólk til að nota tímann vel og hreyfa sig í páskafríinu. Tanya rekur Heilsuskólann og stofnaði sýningarhópinn Tanya og dansdívurnar árið 2010 sem hafa víða komið fram. Margir hlakka til páskafrísins en þá er upplagt að hreyfa sig og njóta lífsins. Tanya var spurð hvaða hreyfing hentaði. „Það er ekki góð hugmynd að sleppa allri hreyfingu eða líkamsrækt í páskafríinu. Best er að stunda einhverja hreyfingu á hverjum degi þótt ekki sé farið í líkamsræktarsalinn. Það er hægt að fara í göngutúr, út að skokka, hjóla, fara í sund, spila fótbolta, fara á gönguskíði eða dansa. Ýmislegt er hægt að gera. Líkaminn er skapaður til að hreyfa sig daglega. Kyrrseta leiðir til ýmissa vandamála, bakverkja, stífleika í liðamótum og stirðleika. Svo verður skapið betra með hreyfingu,“ segir Tanya og bætir við að hver og einn verði að finna hreyfingu við hæfi.Gott að hafa tónlist „Það er gott að hlusta á tónlist á meðan við hreyfum okkur,“ segir hún. „Það er vitað að hreyfing er fyrirbyggjandi gagnvart ýmsum lífsstílssjúkdómum. Ekkert er meira hressandi en að fara í stuttan göngutúr eftir kvöldmatinn. Það auðveldar meltinguna, minnkar stressið svo ekki sé minnst á ávinning þess að labba saman og spjalla við makann, börnin eða góðan vin eða vinkonu. Vísindamenn hafa sannað með rannsóknum að það er hættulegra heilsunni að sitja eða liggja til lengri tíma í sófanum á kvöldin, heldur en að fara í fallhlífarstökk.“Sameinar fjölskylduna „Til viðbótar við göngutúr væri gott að gera til dæmis 50 hnébeygjur, 30 armbeygjur og 30 þríhöfðadýfur. Með styrktarþjálfun byggjum við upp sterkari vöðva og bein, eitthvað sem við töpum með aldrinum ef við æfum ekki. Páskafríið er fjölskyldufrí svo það er skemmtilegt að finna hreyfingu sem sameinar alla, það er dýrmætt í nútíma samfélagi. Til að ná sem bestum árangri þarf að hreyfa sig í 45 mínútur samfellt. Fjölbreytni í hreyfingu er nauðsynleg, bæði til að koma vöðvunum og líkamanum stöðugt á óvart og til þess að manni leiðist ekki. Trampólin fitness hefur til dæmis algjörlega slegið í gegn og sömuleiðis aqua zumba,“ segir Tanya. „Aqua zumba hentar öllum, fólki með liðamóta- og/eða bakvandamál sem má ekki hoppa og stunda þolfimi sem og fólki sem vill taka vel á og komast í gott form með nýjum hætti.“ „Þegar maður gengur úti þarf það að vera rösklega til að fá hjartað til að slá hraðar. Þetta á einnig við um sundið, best er að syndar 500-1.000 metra samfellt. Síðan er hægt að slappa af í heita pottinum á eftir,“ segir Tanya enn fremur.Ekkert súkkulaði „Margir detta í súkkulaðiát um páska. Tanya segir að svo þurfi ekki að vera. „Það er best að gera eins og ég lærði þegar ég var barn, en ég ólst upp í Búlgaríu. Þá suðum við egg í potti, máluðum eggin í öllum regnbogans litum, geymdum í ísskápnum og borðuðum sem nesti alla páskadagana. Við fáum að sjálfsögðu betri næringu úr soðnu eggjunum en úr súkkulaðinu.“ Tanya hefur rekið Heilsuskólann í nokkur ár og segir að uppselt hafi verið á nánast hvert námskeið. „Fólk finnur alltaf tíma fyrir hreyfingu ef viljinn er fyrir hendi. Það næst ekki árangur með afsökunum. Ef maður finnur ekki tíma til að hugsa um heilsuna í dag mun heilsan ekki hafa tíma fyrir þig á morgun. Heilsa Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Tanya Dimitrova, eigandi Heilsuskóla Tanyu, er stöðugt á hreyfingu, hún kennir í yfir 20 tíma á viku. Tanya hvetur fólk til að nota tímann vel og hreyfa sig í páskafríinu. Tanya rekur Heilsuskólann og stofnaði sýningarhópinn Tanya og dansdívurnar árið 2010 sem hafa víða komið fram. Margir hlakka til páskafrísins en þá er upplagt að hreyfa sig og njóta lífsins. Tanya var spurð hvaða hreyfing hentaði. „Það er ekki góð hugmynd að sleppa allri hreyfingu eða líkamsrækt í páskafríinu. Best er að stunda einhverja hreyfingu á hverjum degi þótt ekki sé farið í líkamsræktarsalinn. Það er hægt að fara í göngutúr, út að skokka, hjóla, fara í sund, spila fótbolta, fara á gönguskíði eða dansa. Ýmislegt er hægt að gera. Líkaminn er skapaður til að hreyfa sig daglega. Kyrrseta leiðir til ýmissa vandamála, bakverkja, stífleika í liðamótum og stirðleika. Svo verður skapið betra með hreyfingu,“ segir Tanya og bætir við að hver og einn verði að finna hreyfingu við hæfi.Gott að hafa tónlist „Það er gott að hlusta á tónlist á meðan við hreyfum okkur,“ segir hún. „Það er vitað að hreyfing er fyrirbyggjandi gagnvart ýmsum lífsstílssjúkdómum. Ekkert er meira hressandi en að fara í stuttan göngutúr eftir kvöldmatinn. Það auðveldar meltinguna, minnkar stressið svo ekki sé minnst á ávinning þess að labba saman og spjalla við makann, börnin eða góðan vin eða vinkonu. Vísindamenn hafa sannað með rannsóknum að það er hættulegra heilsunni að sitja eða liggja til lengri tíma í sófanum á kvöldin, heldur en að fara í fallhlífarstökk.“Sameinar fjölskylduna „Til viðbótar við göngutúr væri gott að gera til dæmis 50 hnébeygjur, 30 armbeygjur og 30 þríhöfðadýfur. Með styrktarþjálfun byggjum við upp sterkari vöðva og bein, eitthvað sem við töpum með aldrinum ef við æfum ekki. Páskafríið er fjölskyldufrí svo það er skemmtilegt að finna hreyfingu sem sameinar alla, það er dýrmætt í nútíma samfélagi. Til að ná sem bestum árangri þarf að hreyfa sig í 45 mínútur samfellt. Fjölbreytni í hreyfingu er nauðsynleg, bæði til að koma vöðvunum og líkamanum stöðugt á óvart og til þess að manni leiðist ekki. Trampólin fitness hefur til dæmis algjörlega slegið í gegn og sömuleiðis aqua zumba,“ segir Tanya. „Aqua zumba hentar öllum, fólki með liðamóta- og/eða bakvandamál sem má ekki hoppa og stunda þolfimi sem og fólki sem vill taka vel á og komast í gott form með nýjum hætti.“ „Þegar maður gengur úti þarf það að vera rösklega til að fá hjartað til að slá hraðar. Þetta á einnig við um sundið, best er að syndar 500-1.000 metra samfellt. Síðan er hægt að slappa af í heita pottinum á eftir,“ segir Tanya enn fremur.Ekkert súkkulaði „Margir detta í súkkulaðiát um páska. Tanya segir að svo þurfi ekki að vera. „Það er best að gera eins og ég lærði þegar ég var barn, en ég ólst upp í Búlgaríu. Þá suðum við egg í potti, máluðum eggin í öllum regnbogans litum, geymdum í ísskápnum og borðuðum sem nesti alla páskadagana. Við fáum að sjálfsögðu betri næringu úr soðnu eggjunum en úr súkkulaðinu.“ Tanya hefur rekið Heilsuskólann í nokkur ár og segir að uppselt hafi verið á nánast hvert námskeið. „Fólk finnur alltaf tíma fyrir hreyfingu ef viljinn er fyrir hendi. Það næst ekki árangur með afsökunum. Ef maður finnur ekki tíma til að hugsa um heilsuna í dag mun heilsan ekki hafa tíma fyrir þig á morgun.
Heilsa Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira