Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2017 21:30 Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan.
Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30