Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 19:35 Freyr Alexandersson er ósáttur. vísir/getty „Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Sjá meira
„Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00