Segir eldflaugar Bandaríkjahers hafa eyðilagt 20 prósent sýrlensks herflugvélaflota Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2017 22:02 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að 20 prósent af starfhæfum herflugvélaflota Sýrlands hafi eyðilagst í nýlegri árás Bandaríkjahers á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Hann sagði einnig að í kjölfar árásarinnar myndi stjórnarher Sýrlands hugsa sig tvisvar um áður en efnavopnum væri beitt. BBC greinir frá. Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum að Shayrat-herflugvellinum í Sýrlandi í kjölfar efnavopnaárásar þar í landi daginn áður. Þetta er fyrsta beina árás Bandaríkjamanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sýrlensk yfirvöld hafa neitað aðild að efnavopnaárásinni, sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun. 89 manns létust í árásinni en bærinn er í höndum uppreisnarmanna.„Bandaríkin munu ekki sitja hjá með hendur í skauti“Mattis sagði að árás Bandaríkjamanna hefði eyðilagt eldsneytis- og skotvopnaaðstöðu, skaðað loftvarnir og um 20 prósent af flugvélum sýrlenska stjórnarhersins. „Sýrlenska ríkisstjórnin getur ekki lengur sett eldsneyti á flugvélar sínar eða hlaðið þær vopnum á Shayrat-herflugvellinum,“ bætti hann við, auk þess sem að haft var eftir honum að Bandaríkin myndu ekki „sitja hjá með hendur í skauti á meðan forseti Sýrlands myrðir saklaust fólk með efnavopnum.“ Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði þó að aðeins 6 sýrlenskar þotur af gerðinni MiG-23 hefðu eyðilagst í árásinni, auk nokkurra bygginga, og að aðeins 23 af 59 eldflaugum Bandaríkjahers hefðu náð alla leið að skotmarkinu. Fulltrúar G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, funda um þessar mundir á Ítalíu, m.a. um samband Rússlands og Sýrlands.Bandamenn hóta að svara í sömu mynt Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að möguleiki væri á frekari eldflaugaárásum af hendi Bandaríkjahers. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúum ríkisstjórna Rússlands og Íran, helstu bandamönnum Sýrlands, kemur fram að löndin hóti að svara í sömu mynt. „Nú munum við svara hverjum þeim af krafti sem fer yfir strikið eða reynist árásaraðili. Ameríka veit að við getum svarað fyrir okkur.“ Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00 Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að 20 prósent af starfhæfum herflugvélaflota Sýrlands hafi eyðilagst í nýlegri árás Bandaríkjahers á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Hann sagði einnig að í kjölfar árásarinnar myndi stjórnarher Sýrlands hugsa sig tvisvar um áður en efnavopnum væri beitt. BBC greinir frá. Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum að Shayrat-herflugvellinum í Sýrlandi í kjölfar efnavopnaárásar þar í landi daginn áður. Þetta er fyrsta beina árás Bandaríkjamanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sýrlensk yfirvöld hafa neitað aðild að efnavopnaárásinni, sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun. 89 manns létust í árásinni en bærinn er í höndum uppreisnarmanna.„Bandaríkin munu ekki sitja hjá með hendur í skauti“Mattis sagði að árás Bandaríkjamanna hefði eyðilagt eldsneytis- og skotvopnaaðstöðu, skaðað loftvarnir og um 20 prósent af flugvélum sýrlenska stjórnarhersins. „Sýrlenska ríkisstjórnin getur ekki lengur sett eldsneyti á flugvélar sínar eða hlaðið þær vopnum á Shayrat-herflugvellinum,“ bætti hann við, auk þess sem að haft var eftir honum að Bandaríkin myndu ekki „sitja hjá með hendur í skauti á meðan forseti Sýrlands myrðir saklaust fólk með efnavopnum.“ Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði þó að aðeins 6 sýrlenskar þotur af gerðinni MiG-23 hefðu eyðilagst í árásinni, auk nokkurra bygginga, og að aðeins 23 af 59 eldflaugum Bandaríkjahers hefðu náð alla leið að skotmarkinu. Fulltrúar G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, funda um þessar mundir á Ítalíu, m.a. um samband Rússlands og Sýrlands.Bandamenn hóta að svara í sömu mynt Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að möguleiki væri á frekari eldflaugaárásum af hendi Bandaríkjahers. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúum ríkisstjórna Rússlands og Íran, helstu bandamönnum Sýrlands, kemur fram að löndin hóti að svara í sömu mynt. „Nú munum við svara hverjum þeim af krafti sem fer yfir strikið eða reynist árásaraðili. Ameríka veit að við getum svarað fyrir okkur.“
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00 Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53