Allir stigu á bensínsgjöfina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 06:00 Dagur Kár Jónsson. vísir/ernir Það er vissulega vel þekkt að einn til tveir leikmenn í liði bæti leik sinn þegar kemur inn í úrslitakeppni en gerist ekki á hverju vori að allir aðalleikmenn liðs stígi á bensínsgjöfina þegar er komið inn á stóra sviðið. Þannig er hins vegar saga Grindavíkurliðsins í vetur. Sex bestu leikmenn liðsins eru allir að skila meiru fyrir liðið í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni þar sem liðið vann 13 af 22 leikjum og endaði í fjórða sæti. Þegar þeir sex leikmenn sem eru í stærstu hlutverkunum í liðinu bæta við sig samanlagt meira en fimmtán framlagsstigum þá er ekkert skrýtið að liðið sem tapaði báðum deildarleikjum sínum á móti Stjörnunni sópi Garðbæingum í sumarfrí með tilþrifum. Grindvíkingar eru komnir í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-0 sigur í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Stjörnunni. Grindavíkurliðið vann leikina þrjá með samtals 63 stigum eða með 21 stigi að meðaltali. Það þarf ekki að fara lengra en til 2. mars til að finna góðan samanburð. Þá mættu Garðbæingar í Grindavík og unnu 19 stiga sigur þar sem þeir unnu alla fjóra leikhlutana. Stjörnuliðið var meira að segja án Justin Shouse í þessum leik en nú mánuði síðar, og með Justin í búningi, voru þeir hins vegar að glíma við allt annað Grindavíkurlið. Sömu leikmenn, jú, en Grindavíkurlið með allt annað sjálfstraust, allt annað tempó og allt aðra stemningu. Þjálfarinn Jóhann Þór Ólafsson fann réttu takkana á öllum og fyrir vikið er Grindavíkurliðið komið á mikinn skrið. Þórsarar komu einvígi sínu á móti Grindavík í átta liða úrslitum alla leið í oddaleik en Stjörnumenn sáu aldrei til sólar. Tveir af þremur sigurleikjum Grindavíkur voru í Garðabæ og þegar upp var staðið hafði aðeins einu liði verið sópað harkalegar út úr úrslitakeppni í seríu þar sem þurfti að vinna þrjá leiki. Það er bara Keflavíkurliðið sterka frá 2003 sem hefur sópað liði út 3-0 með meiri heildarstigamun.graf/fréttablaðiðTveir leikmenn hækka sig mest Tveir leikmenn af þessum sex hækka sig þó mun meira en hinir. Það eru bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson sem nær tvöfaldar framlag sitt frá því í deildarkeppninni. Þorleifur fer úr því að vera með 9,2 framlagsstig að meðaltali í deildinni í það að vera með 15,3 framlagsstig í leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur (4 framlagsstig) tók meðaltalið niður en þar voru yfirburðirnir það miklir að Þorleifur gat sparað sig fyrir komandi átök í lokaúrslitunum. Í fyrstu tveimur leikjunum við Stjörnuna var hann með 21,5 framlagsstig að meðaltali. Frábær viðbót í nóvember Dagur Kár Jónsson var frábær viðbót við Grindavíkurliðið þegar hann kom í nóvember. Hann bætir sig ekki um alveg eins mörg framlagsstig og Þorleifur en framfarir hans ná samt yfir alla tölfræði eins og stig, fráköst, stoðsendingar, stolna bolta, þriggja stiga körfur og skotnýtingu. Samtals bætir Dagur sig um 4,6 framlagsstig í leik. Ólafur Ólafsson var fulltrúi Grindavíkurliðsins í úrvalsliði seinni umferðarinnar og það er athyglisvert að skoða betur framlagsaukningu Ólafs. Ólafur hefur nefnilega skorað 3,1 stigi minna í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni en er samt að hækka framlag sitt um tæplega eitt framlagsstig í leik. Ólafur er búinn að koma sér yfir 20 í framlagi með því að hækka sig í bæði fráköstum og stoðsendingum. Framlag Ólafs mælist ekki síst í plús og mínus en Grindavíkurliðið er búið að vinna þær 270 mínútur sem hann hefur spilað í úrslitakeppninni með 93 stigum eða með 11,6 stigum í leik. Grindvíkingar þurfa að bíða í tíu daga eftir fyrsta leik í lokaúrslitum en það gæti komið í ljós á morgun hver verður mótherji þeirra þegar KR-ingar geta klárað einvígi sitt á móti Keflavík. Væntanlegir mótherjar gætu hins vegar spilað tvo leiki í millitíðinni fari hitt undanúrslitaeinvígið alla leið í oddaleik sem færi þá fram á föstudaginn langa. Þá verður fróðlegt að sjá hvort hinir sjóðheitu Grindvíkingar hafi kólnað eitthvað niður þá. Liðið sem sundurspilaði Stjörnumenn er til alls líklegt. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Það er vissulega vel þekkt að einn til tveir leikmenn í liði bæti leik sinn þegar kemur inn í úrslitakeppni en gerist ekki á hverju vori að allir aðalleikmenn liðs stígi á bensínsgjöfina þegar er komið inn á stóra sviðið. Þannig er hins vegar saga Grindavíkurliðsins í vetur. Sex bestu leikmenn liðsins eru allir að skila meiru fyrir liðið í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni þar sem liðið vann 13 af 22 leikjum og endaði í fjórða sæti. Þegar þeir sex leikmenn sem eru í stærstu hlutverkunum í liðinu bæta við sig samanlagt meira en fimmtán framlagsstigum þá er ekkert skrýtið að liðið sem tapaði báðum deildarleikjum sínum á móti Stjörnunni sópi Garðbæingum í sumarfrí með tilþrifum. Grindvíkingar eru komnir í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-0 sigur í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Stjörnunni. Grindavíkurliðið vann leikina þrjá með samtals 63 stigum eða með 21 stigi að meðaltali. Það þarf ekki að fara lengra en til 2. mars til að finna góðan samanburð. Þá mættu Garðbæingar í Grindavík og unnu 19 stiga sigur þar sem þeir unnu alla fjóra leikhlutana. Stjörnuliðið var meira að segja án Justin Shouse í þessum leik en nú mánuði síðar, og með Justin í búningi, voru þeir hins vegar að glíma við allt annað Grindavíkurlið. Sömu leikmenn, jú, en Grindavíkurlið með allt annað sjálfstraust, allt annað tempó og allt aðra stemningu. Þjálfarinn Jóhann Þór Ólafsson fann réttu takkana á öllum og fyrir vikið er Grindavíkurliðið komið á mikinn skrið. Þórsarar komu einvígi sínu á móti Grindavík í átta liða úrslitum alla leið í oddaleik en Stjörnumenn sáu aldrei til sólar. Tveir af þremur sigurleikjum Grindavíkur voru í Garðabæ og þegar upp var staðið hafði aðeins einu liði verið sópað harkalegar út úr úrslitakeppni í seríu þar sem þurfti að vinna þrjá leiki. Það er bara Keflavíkurliðið sterka frá 2003 sem hefur sópað liði út 3-0 með meiri heildarstigamun.graf/fréttablaðiðTveir leikmenn hækka sig mest Tveir leikmenn af þessum sex hækka sig þó mun meira en hinir. Það eru bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson sem nær tvöfaldar framlag sitt frá því í deildarkeppninni. Þorleifur fer úr því að vera með 9,2 framlagsstig að meðaltali í deildinni í það að vera með 15,3 framlagsstig í leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur (4 framlagsstig) tók meðaltalið niður en þar voru yfirburðirnir það miklir að Þorleifur gat sparað sig fyrir komandi átök í lokaúrslitunum. Í fyrstu tveimur leikjunum við Stjörnuna var hann með 21,5 framlagsstig að meðaltali. Frábær viðbót í nóvember Dagur Kár Jónsson var frábær viðbót við Grindavíkurliðið þegar hann kom í nóvember. Hann bætir sig ekki um alveg eins mörg framlagsstig og Þorleifur en framfarir hans ná samt yfir alla tölfræði eins og stig, fráköst, stoðsendingar, stolna bolta, þriggja stiga körfur og skotnýtingu. Samtals bætir Dagur sig um 4,6 framlagsstig í leik. Ólafur Ólafsson var fulltrúi Grindavíkurliðsins í úrvalsliði seinni umferðarinnar og það er athyglisvert að skoða betur framlagsaukningu Ólafs. Ólafur hefur nefnilega skorað 3,1 stigi minna í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni en er samt að hækka framlag sitt um tæplega eitt framlagsstig í leik. Ólafur er búinn að koma sér yfir 20 í framlagi með því að hækka sig í bæði fráköstum og stoðsendingum. Framlag Ólafs mælist ekki síst í plús og mínus en Grindavíkurliðið er búið að vinna þær 270 mínútur sem hann hefur spilað í úrslitakeppninni með 93 stigum eða með 11,6 stigum í leik. Grindvíkingar þurfa að bíða í tíu daga eftir fyrsta leik í lokaúrslitum en það gæti komið í ljós á morgun hver verður mótherji þeirra þegar KR-ingar geta klárað einvígi sitt á móti Keflavík. Væntanlegir mótherjar gætu hins vegar spilað tvo leiki í millitíðinni fari hitt undanúrslitaeinvígið alla leið í oddaleik sem færi þá fram á föstudaginn langa. Þá verður fróðlegt að sjá hvort hinir sjóðheitu Grindvíkingar hafi kólnað eitthvað niður þá. Liðið sem sundurspilaði Stjörnumenn er til alls líklegt.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira