Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir náðu bestum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fór fram í Laugardalssundlauginni um helgina.
Enginn annar sundmaður eða sundkona komst inn á topp tíu listann á Íslandsmótinu í ár en efstu sætinu voru hinsvegar öll í eigu Ólympíufaranna Hrafnhildar Lúthersdóttur og Eyglóar Ósk Gústafsdóttur
Hrafnhildur Lúthersdóttir átti besta sund Íslandsmótsins í ár þegar hún synti 100 metra bringusund á 1:07.44 mín. en Hrafnhildur fékk fyrir það 868 alþjóðleg sundsstig.
Næstbesta sundið var 100 metra baksund hjá Eygló Ósk Gústafsdóttur sem synti það á 1:01.22 mín. og fékk fyrir það 855 stig.
Hrafnhildur átti bæði þriðja og fimmta besta sundið en Eygló Ósk var með það fjórða besta. Hrafnhildur átti alls fjögur sund inn á topp sjö en Eygló Ósk var alls með þrjú af sjö bestu sundum Íslandsmótsins í ár.
Það er bara ein sem kemst inn á topp tíu listann með þeim Hrafnhildi og Eygló Ósk en það er Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Ingibjörg var í sjötta, níunda og tíunda besta sund ÍM50 í ár.
Enginn sundmaður komst inn inn á topp tíu á Íslandsmeistaramótinu í ár.Aron Örn Stefánsson náði bestum árangri karlanna en hann fékk 766 stig fyrir að synda 100 metra skriðsund á 51,26 sekúndum.
Bestu sund ÍM50 í sundi 2017:
1. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH - 100m bringusund - 1:07.44 (868 stig)
2. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir - 100m baksund - 1:01.22 (855 stig)
3. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH - 50m bringusund - 31.17 (846 stig)
4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir - 200m baksund - 2:11.20 (845 stig)
5. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH - 50m bringusund - 31.38 (829 stig)
6. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH - 50m baksund - 28.84 (826 stig)
7. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH - 100m bringusund - 1:08.86 (816 stig)
8. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir - 50m baksund - 28.95 (816 stig)
9. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH - 50m baksund - 28.98 (814 stig)
10. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH - 50m skriðsund - 25.72 (785 stig)
Hrafnhildur, Eygló Ósk og Ingibjörg Kristín einokuðu topplista ÍM50
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Ég trúi þessu varla“
Sport




Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn

United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn