Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir náðu bestum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fór fram í Laugardalssundlauginni um helgina.
Enginn annar sundmaður eða sundkona komst inn á topp tíu listann á Íslandsmótinu í ár en efstu sætinu voru hinsvegar öll í eigu Ólympíufaranna Hrafnhildar Lúthersdóttur og Eyglóar Ósk Gústafsdóttur
Hrafnhildur Lúthersdóttir átti besta sund Íslandsmótsins í ár þegar hún synti 100 metra bringusund á 1:07.44 mín. en Hrafnhildur fékk fyrir það 868 alþjóðleg sundsstig.
Næstbesta sundið var 100 metra baksund hjá Eygló Ósk Gústafsdóttur sem synti það á 1:01.22 mín. og fékk fyrir það 855 stig.
Hrafnhildur átti bæði þriðja og fimmta besta sundið en Eygló Ósk var með það fjórða besta. Hrafnhildur átti alls fjögur sund inn á topp sjö en Eygló Ósk var alls með þrjú af sjö bestu sundum Íslandsmótsins í ár.
Það er bara ein sem kemst inn á topp tíu listann með þeim Hrafnhildi og Eygló Ósk en það er Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Ingibjörg var í sjötta, níunda og tíunda besta sund ÍM50 í ár.
Enginn sundmaður komst inn inn á topp tíu á Íslandsmeistaramótinu í ár.Aron Örn Stefánsson náði bestum árangri karlanna en hann fékk 766 stig fyrir að synda 100 metra skriðsund á 51,26 sekúndum.
Bestu sund ÍM50 í sundi 2017:
1. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH - 100m bringusund - 1:07.44 (868 stig)
2. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir - 100m baksund - 1:01.22 (855 stig)
3. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH - 50m bringusund - 31.17 (846 stig)
4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir - 200m baksund - 2:11.20 (845 stig)
5. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH - 50m bringusund - 31.38 (829 stig)
6. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH - 50m baksund - 28.84 (826 stig)
7. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH - 100m bringusund - 1:08.86 (816 stig)
8. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir - 50m baksund - 28.95 (816 stig)
9. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH - 50m baksund - 28.98 (814 stig)
10. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH - 50m skriðsund - 25.72 (785 stig)
