Vilja funda með Ólafi fyrir luktum dyrum Haraldur Guðmundsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Ólafur Ólafsson hefur óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem þeir Njáll Trausti Friðbertsson og Brynjar Níelsson sitja. vísir/anton brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að fundur nefndarinnar með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni, um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupunum á Búnaðarbankanum, eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsendingu ef hann á að nýtast okkur eitthvað. Þá er þetta allt komið á þvæling á meðan við erum á viðkvæmum stað í skoðuninni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþægilegt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefndinni,“ segir Brynjar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu þann 12. apríl þar sem hann óskaði eftir því að fá að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti niðurstöðu sína um þátttöku Hauck & Aufhäuser í henni í lok mars en hún var sú að Ólafur hefði vísvitandi blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Þýski bankinn hafi aldrei í reynd verið þar fjárfestir. Niðurstaðan var afdráttarlaus, og kynnt í beinni útsendingu, en Ólafur sagðist í yfirlýsingunni vilja á fundi nefndarinnar„varpa þar ljósi á atburðarásina og svara spurningum“.Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðiðÓlafur Ólafsson„Ég myndi vilja fá hann á fund sem fyrst og helst í maí. En við munum ekki klára málið fyrr en í haust. Það má segja að hann sé í aðalhlutverki í rannsóknarskýrslunni þannig að það er eðlilegt að aðalleikendur komi fyrstir inn á sviðið, er það ekki?“ segir Brynjar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaformaður nefndarinnar, tekur í samtali við Fréttablaðið undir með Brynjari um að óskynsamlegt geti verið að senda fundinn út í beinni útsendingu. „Við erum nú að móta skoðun okkar á þessu í nefndinni og hvernig við ætlum að takast á við þetta,“ segir Njáll Trausti. Brynjar segist hafa rætt við Ólaf á miðvikudag og þá ítrekað ósk nefndarinnar um greinargerð frá þeim síðarnefnda þar sem hann rökstyður beiðni sína um fund og hvaða nýju upplýsingar hann ætli að leggja þar fram. Engin formleg beiðni um fund hafi þó borist og nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort athafnamaðurinn fái að mæta. Ekki náðist í Ólaf við vinnslu fréttarinnar né Jón Steindór Valdimarsson, varaformann nefndarinnar. Jón fer fyrir nefndinni í málinu eftir að Brynjar ákvað að víkja frá vegna tengsla sinna við Bjarka Diego sem kom að gerð leynilegra baksamninga í Búnaðarbankafléttunni. Brynjar var verjandi Bjarka áður en hann settist á þing.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira