Hvalir gefa meira en þeir taka Svavar Hávarðsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Hvalasérfræðingarnir Joe Roman og Gísli Víkingsson eru meðal fyrirlesara á málþingi í Öskju í dag, Hlutverk hvala í lífríkinu er fundarefnið. vísir/stefán Mikilvægi hvala fyrir vistkerfi hafs og lands er vaxandi fræðasvið, en unnið er með vísbendingar um að sterkir stofnar hvala styðji við aðrar lífverur um allt vistkerfið sem aftur styrki meðal annars nytjastofna. Þetta gengur sumpart á rökin fyrir því að hvalveiðar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir afrán hvala; að þeir taki ekki of mikið til sín sem aftur kemur niður á nytjum annarra stofna. Joe Roman, rannsóknarprófessor við Rubenstein náttúruvísindaskólann [Rubenstein School of Environment and Natural Resources – University of Vermont], hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig hvalir stuðla að dreifingu næringarefna í hafinu. Hann segir umfangsmiklar rannsóknir þegar liggja fyrir um hvað og hversu mikið hvalir éta, en hið gagnstæða eigi við um rannsóknir á áhrifum hvala á vistkerfið. Sú staðreynd að fyrir 50 árum hafi hvalir af ýmsum tegundum verið afar fáliðaðir vegna veiða gefi tækifæri til þessara rannsókna. Þeim fjölgar víða og samanburður vegna þeirra breytinga sé nærtækur. „Við fáum einstakt tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta hefur á einstök hafsvæði, og rannsóknirnar snúa að áhrifum á framleiðni vistkerfanna,“ segir Roman og útskýrir að þetta snúi að hringrás í lífríkinu. Næringarefni frá hvölum styrkja svif og önnur smádýr; fjölgun þeirra styrkir fiskistofna stóra sem smáa og á endanum hvalina sjálfa.Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Þessi dreifing næringarefna er ekki staðbundin en far hvala þýðir að það sem þeir taka á norðlægum slóðum skilar sér til suðlægari hafsvæða. „Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Á hvalshræjum á djúpsævi höfum við fundið 60 tegundir dýra sem finnast ekki nema þar. Við rannsökum því mikilvægi hvala – hvað græðist með því að hafa heilbrigða stofna í hafinu.“ Joe Roman talar um þessi vísindi á ráðstefnu í Öskju í dag, ásamt Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun. Gísli fjallar um þær niðurstöður sínar að hvalastofnar á heimsvísu séu í mjög mismunandi ástandi eftir ofveiði. Í Atlantshafinu fyrst, svo Kyrrahafinu og síðast í Suðurhöfum, þar sem drápið var gegndarlaust. Hér við land eru vísbendingar um að hvalastofnar, til dæmis langreyður, hafi náð fyrri stærð. „Náfrænka hennar, steypireyðurin, hefur hins vegar ekki náð sér. Stærstu stofnarnir við Suðurskautslandið eru hins vegar ennþá langt niðri, og kenningar um það tengjast meðal annars fræðasviðinu um dreifingu næringarefna. Önnur kenning er, vegna þess að hundruð þúsunda hvala voru drepin af hverri tegund og vistkerfið þar syðra er mun einfaldara, að við snögga fækkun hvalanna hafi aðrar tegundir, hrefna, selir, sjófuglar og mörgæsir, sem ekki voru veiddar fyllt upp í það tómarúm. Hugsanlega standi stórir stofnar annarra dýra því í veginum fyrir því að hvalastofnarnir nái fyrri stærð,“ segir Gísli en bætir við að skýringarnar séu eflaust margar og samþættar. Kenningin um að hvalir gefi vistkerfinu meira en þeir taka eru byltingarkenndar, segir Gísli. Hvað hvalveiðarnar varðar segir Gísli að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gangi út frá því að þær hafi engin áhrif á stofnana; hvorki stofnstærðir né dreifingu næringarefna. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Mikilvægi hvala fyrir vistkerfi hafs og lands er vaxandi fræðasvið, en unnið er með vísbendingar um að sterkir stofnar hvala styðji við aðrar lífverur um allt vistkerfið sem aftur styrki meðal annars nytjastofna. Þetta gengur sumpart á rökin fyrir því að hvalveiðar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir afrán hvala; að þeir taki ekki of mikið til sín sem aftur kemur niður á nytjum annarra stofna. Joe Roman, rannsóknarprófessor við Rubenstein náttúruvísindaskólann [Rubenstein School of Environment and Natural Resources – University of Vermont], hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig hvalir stuðla að dreifingu næringarefna í hafinu. Hann segir umfangsmiklar rannsóknir þegar liggja fyrir um hvað og hversu mikið hvalir éta, en hið gagnstæða eigi við um rannsóknir á áhrifum hvala á vistkerfið. Sú staðreynd að fyrir 50 árum hafi hvalir af ýmsum tegundum verið afar fáliðaðir vegna veiða gefi tækifæri til þessara rannsókna. Þeim fjölgar víða og samanburður vegna þeirra breytinga sé nærtækur. „Við fáum einstakt tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta hefur á einstök hafsvæði, og rannsóknirnar snúa að áhrifum á framleiðni vistkerfanna,“ segir Roman og útskýrir að þetta snúi að hringrás í lífríkinu. Næringarefni frá hvölum styrkja svif og önnur smádýr; fjölgun þeirra styrkir fiskistofna stóra sem smáa og á endanum hvalina sjálfa.Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Þessi dreifing næringarefna er ekki staðbundin en far hvala þýðir að það sem þeir taka á norðlægum slóðum skilar sér til suðlægari hafsvæða. „Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Á hvalshræjum á djúpsævi höfum við fundið 60 tegundir dýra sem finnast ekki nema þar. Við rannsökum því mikilvægi hvala – hvað græðist með því að hafa heilbrigða stofna í hafinu.“ Joe Roman talar um þessi vísindi á ráðstefnu í Öskju í dag, ásamt Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun. Gísli fjallar um þær niðurstöður sínar að hvalastofnar á heimsvísu séu í mjög mismunandi ástandi eftir ofveiði. Í Atlantshafinu fyrst, svo Kyrrahafinu og síðast í Suðurhöfum, þar sem drápið var gegndarlaust. Hér við land eru vísbendingar um að hvalastofnar, til dæmis langreyður, hafi náð fyrri stærð. „Náfrænka hennar, steypireyðurin, hefur hins vegar ekki náð sér. Stærstu stofnarnir við Suðurskautslandið eru hins vegar ennþá langt niðri, og kenningar um það tengjast meðal annars fræðasviðinu um dreifingu næringarefna. Önnur kenning er, vegna þess að hundruð þúsunda hvala voru drepin af hverri tegund og vistkerfið þar syðra er mun einfaldara, að við snögga fækkun hvalanna hafi aðrar tegundir, hrefna, selir, sjófuglar og mörgæsir, sem ekki voru veiddar fyllt upp í það tómarúm. Hugsanlega standi stórir stofnar annarra dýra því í veginum fyrir því að hvalastofnarnir nái fyrri stærð,“ segir Gísli en bætir við að skýringarnar séu eflaust margar og samþættar. Kenningin um að hvalir gefi vistkerfinu meira en þeir taka eru byltingarkenndar, segir Gísli. Hvað hvalveiðarnar varðar segir Gísli að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gangi út frá því að þær hafi engin áhrif á stofnana; hvorki stofnstærðir né dreifingu næringarefna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira