Fjárfestir í Rósaseli fyrir tæpan milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 26. apríl 2017 09:45 Svona sjá stjórnendur Kaupfélags Suðurnesja Rósasel fyrir sér. Mynd/KS Fyrsti áfangi verslunarkjarnans Rósasels, sem er fjárfesting upp á rétt tæpan milljarð króna, verður að óbreyttu fjármagnaður að langstærstum hluta af Kaupfélagi Suðurnesja. Framkvæmdirnar skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefjast þó ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust en áttu upphaflega að fara af stað fyrir ári síðan.„Skipulagsmál hafa tafið framvindu verkefnisins en það voru kvaðir á svæðinu meðfram Reykjanesbraut sem voru í gamla skipulagi Keflavíkurflugvallar. Það er verið að létta þessum kvöðum, og breyta aðal- og deiliskipulagi svæðisins, og við erum vongóðir um að framkvæmdir hefjist í ágúst eða september,“ segir Skúli Þ. Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja. Áform samvinnufélagsins um að byggja Rósasel, á um 20 þúsund fermetra lóð við síðasta hringtorgið áður en komið er að flugstöðinni, voru kynnt í ársbyrjun 2016 undir vinnuheitinu Rósaselstorg. Framkvæmdum við fyrsta áfanga átti þá að ljúka á þessu ári og í kjölfarið hófst leit að fjárfestum að verkefninu. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um viljayfirlýsingar við fjögur fyrirtæki um rekstur í verslunarkjarnanum. Nettó, sem er í eigu Samkaupa, dótturfélags Kaupfélags Suðurnesja, myndi opna matvöruverslun, Olís reka þar bensínstöð og Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 veitingastaði. „Við erum ennþá með viljayfirlýsingar við sömu aðila. Þeir koma einungis inn sem leigutakar en það eru ekki komnir skriflegir leigusamningar því við erum ekki enn komin með lóð og ekkert fast í hendi. Kaupfélag Suðurnesja er því enn sem komið er eini eigandi verkefnisins,“ segir Skúli og svarar aðspurður að heildarkostnaður þes nemi frá tæpum milljarði króna og upp í tæpa þrjá. Í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir 500 fermetra bensínstöð, verslun Nettó upp á þúsund fermetra og eitt þúsund fermetra veitinga- og þjónustuhluta. Áætlað er að framkvæmdir taki um tólf til sextán mánuði eftir að þær komast á fullt skrið. Markaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fyrsti áfangi verslunarkjarnans Rósasels, sem er fjárfesting upp á rétt tæpan milljarð króna, verður að óbreyttu fjármagnaður að langstærstum hluta af Kaupfélagi Suðurnesja. Framkvæmdirnar skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefjast þó ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust en áttu upphaflega að fara af stað fyrir ári síðan.„Skipulagsmál hafa tafið framvindu verkefnisins en það voru kvaðir á svæðinu meðfram Reykjanesbraut sem voru í gamla skipulagi Keflavíkurflugvallar. Það er verið að létta þessum kvöðum, og breyta aðal- og deiliskipulagi svæðisins, og við erum vongóðir um að framkvæmdir hefjist í ágúst eða september,“ segir Skúli Þ. Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja. Áform samvinnufélagsins um að byggja Rósasel, á um 20 þúsund fermetra lóð við síðasta hringtorgið áður en komið er að flugstöðinni, voru kynnt í ársbyrjun 2016 undir vinnuheitinu Rósaselstorg. Framkvæmdum við fyrsta áfanga átti þá að ljúka á þessu ári og í kjölfarið hófst leit að fjárfestum að verkefninu. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um viljayfirlýsingar við fjögur fyrirtæki um rekstur í verslunarkjarnanum. Nettó, sem er í eigu Samkaupa, dótturfélags Kaupfélags Suðurnesja, myndi opna matvöruverslun, Olís reka þar bensínstöð og Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 veitingastaði. „Við erum ennþá með viljayfirlýsingar við sömu aðila. Þeir koma einungis inn sem leigutakar en það eru ekki komnir skriflegir leigusamningar því við erum ekki enn komin með lóð og ekkert fast í hendi. Kaupfélag Suðurnesja er því enn sem komið er eini eigandi verkefnisins,“ segir Skúli og svarar aðspurður að heildarkostnaður þes nemi frá tæpum milljarði króna og upp í tæpa þrjá. Í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir 500 fermetra bensínstöð, verslun Nettó upp á þúsund fermetra og eitt þúsund fermetra veitinga- og þjónustuhluta. Áætlað er að framkvæmdir taki um tólf til sextán mánuði eftir að þær komast á fullt skrið.
Markaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira