United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2017 07:42 Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. Vísir/Vilhelm United Silicon gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina. Stofnunin hafði gefið kísilverksmiðjunni frest til miðnættis til að gera athugasemdir við áform sín um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar eftir eldsvoða í síðustu viku. Fyrirtækið mun þó ekki sætta sig við að slökkt verði á ljósbogaofni verksmiðjunnar. „Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með UST að endurræsingu verksmiðjunnar og hvetur stofnunina til að hafa beina aðkomu að ræsingunni og þeim rannsóknum sem fylgja munu í kjölfarið. Félagið mun greiða fyrir kostnað sem UST kann að verða fyrir vegna slíkrar þátttöku,” segir í bréfi sem stjórnendur United Silicon sendu Umhverfisstofnun. Stjórn félagsins segist hafa sett lausn vandamálsins í algjöran forgang og ráðið norskt ráðgjafafyrirtæki til að gera tillögur um endurbætur. Samkvæmt frumrannsókn ráðgjafafyrirtækisins sé ekki um stórfellda ágalla að ræða og að allar forsendur séu til að verksmiðjan geti náð fullum afköstum. Næsta skref sé úttekt á verksmiðju félagsins með ofninn í rekstri. Þá verði leitað til norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU um að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni verksmiðjunnar þgear lásbogaofninn verður ræstur að nýju. „Til að framkvæma áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og ákvarða aðgerðir til að koma í veg fyrir eða takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni mun þurfa að keyra ofninn á mismunandi álagi. Óhjákvæmilegt er að við þær rannsóknir muni berast einhver lykt frá verksmiðjunni, en félagið mun í samráði við UST og með góðum fyrirvara tilkynna opinberlega um hvenær helst muni lyktar að vænta.“ United Silicon fer hins vegar fram á að UST stöðvi ekki rekstur ljósbogaofnsins að aflokinni endurræsingu nema að fyrir liggi rökstudd og vísindaleg niðurstaða um að af rekstrinum stafi hætta. Mun erfiðara sé að vinna að mengunarvörnum þegar rekstur ljósbogaofnsins liggi niðri. Engin framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku en þá þurfti að slökkva á ljósbogaofninum. United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
United Silicon gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina. Stofnunin hafði gefið kísilverksmiðjunni frest til miðnættis til að gera athugasemdir við áform sín um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar eftir eldsvoða í síðustu viku. Fyrirtækið mun þó ekki sætta sig við að slökkt verði á ljósbogaofni verksmiðjunnar. „Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með UST að endurræsingu verksmiðjunnar og hvetur stofnunina til að hafa beina aðkomu að ræsingunni og þeim rannsóknum sem fylgja munu í kjölfarið. Félagið mun greiða fyrir kostnað sem UST kann að verða fyrir vegna slíkrar þátttöku,” segir í bréfi sem stjórnendur United Silicon sendu Umhverfisstofnun. Stjórn félagsins segist hafa sett lausn vandamálsins í algjöran forgang og ráðið norskt ráðgjafafyrirtæki til að gera tillögur um endurbætur. Samkvæmt frumrannsókn ráðgjafafyrirtækisins sé ekki um stórfellda ágalla að ræða og að allar forsendur séu til að verksmiðjan geti náð fullum afköstum. Næsta skref sé úttekt á verksmiðju félagsins með ofninn í rekstri. Þá verði leitað til norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU um að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni verksmiðjunnar þgear lásbogaofninn verður ræstur að nýju. „Til að framkvæma áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og ákvarða aðgerðir til að koma í veg fyrir eða takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni mun þurfa að keyra ofninn á mismunandi álagi. Óhjákvæmilegt er að við þær rannsóknir muni berast einhver lykt frá verksmiðjunni, en félagið mun í samráði við UST og með góðum fyrirvara tilkynna opinberlega um hvenær helst muni lyktar að vænta.“ United Silicon fer hins vegar fram á að UST stöðvi ekki rekstur ljósbogaofnsins að aflokinni endurræsingu nema að fyrir liggi rökstudd og vísindaleg niðurstaða um að af rekstrinum stafi hætta. Mun erfiðara sé að vinna að mengunarvörnum þegar rekstur ljósbogaofnsins liggi niðri. Engin framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku en þá þurfti að slökkva á ljósbogaofninum.
United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Sjá meira
Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00