Gekk inn kirkjuna undir StarWars-laginu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2017 09:00 Íris Fjóla fékk nýtt rúm í herbergið sitt í fermingargjöf. Vísir/Ernir Íris Fjóla Friðriksdóttir kveðst hafa hlakkað til fermingardagsins í tvö ár. Hvernig leið henni svo þegar að honum kom? Vel, mér fannst fermingarathöfnin notaleg stund og líka skemmtilegt og fyndið að við gengum inn kirkjuna undir StarWars-laginu. Tókstu undir í sálmunum? Ég fylgdist með þeim á blaðinu, en söng með í „Hallelúja“ eftir Leonard Cohen. Hvaða ritningarorð valdir þú að fara með? Ég valdi Gullnu regluna, „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Mér fannst þau tengjast mér best. Tókstu eftir einhverju sem presturinn sagði? Já, ég man sérstaklega eftir því að Pálmi sagði: „Ekki hætta að vera börn þó að þið séuð talin vera komin í fullorðinna manna tölu.“ Komu gestir til þín á eftir? Já, það komu góðir gestir og héldu upp á daginn með mér. Það var gaman. Ég bjó til Kahoot-spurningaleik um mig og gestirnir kynntust mér enn betur. Einhverjar gjafir? Ég fékk rúm, sjónvarp, hægindastól, þrjár ferðatöskur, rúmföt og margt annað fallegt. Var eitthvað „best“ við daginn? Ég veit ekki hvort það var eitthvað eitt best. Mér leið bara vel allan daginn og var ánægð þegar ég fór að sofa. Hvert er helsta áhugamálið? Handbolti. Ertu farin að skipuleggja sumarið? Ég hlakka til sumarsins. Ég fer í keppnisferð til Danmerkur með handboltaliðinu og til Ameríku með frænku minni. Svo ætla ég með fjölskyldunni hringinn í kringum landið. Við förum að veiða, ég elska að veiða á stöng. Fermingar Krakkar Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Sjá meira
Íris Fjóla Friðriksdóttir kveðst hafa hlakkað til fermingardagsins í tvö ár. Hvernig leið henni svo þegar að honum kom? Vel, mér fannst fermingarathöfnin notaleg stund og líka skemmtilegt og fyndið að við gengum inn kirkjuna undir StarWars-laginu. Tókstu undir í sálmunum? Ég fylgdist með þeim á blaðinu, en söng með í „Hallelúja“ eftir Leonard Cohen. Hvaða ritningarorð valdir þú að fara með? Ég valdi Gullnu regluna, „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Mér fannst þau tengjast mér best. Tókstu eftir einhverju sem presturinn sagði? Já, ég man sérstaklega eftir því að Pálmi sagði: „Ekki hætta að vera börn þó að þið séuð talin vera komin í fullorðinna manna tölu.“ Komu gestir til þín á eftir? Já, það komu góðir gestir og héldu upp á daginn með mér. Það var gaman. Ég bjó til Kahoot-spurningaleik um mig og gestirnir kynntust mér enn betur. Einhverjar gjafir? Ég fékk rúm, sjónvarp, hægindastól, þrjár ferðatöskur, rúmföt og margt annað fallegt. Var eitthvað „best“ við daginn? Ég veit ekki hvort það var eitthvað eitt best. Mér leið bara vel allan daginn og var ánægð þegar ég fór að sofa. Hvert er helsta áhugamálið? Handbolti. Ertu farin að skipuleggja sumarið? Ég hlakka til sumarsins. Ég fer í keppnisferð til Danmerkur með handboltaliðinu og til Ameríku með frænku minni. Svo ætla ég með fjölskyldunni hringinn í kringum landið. Við förum að veiða, ég elska að veiða á stöng.
Fermingar Krakkar Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist