Ingi Þór: Ástæðulaust að óttast góða leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2017 13:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Eyþór Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á. Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á.
Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira