Þurfum að finna gleðina aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Við ætlum í 2-0 strákar, gæti Pavel Ermolinskij verið að segja við félaga sína í KR. Þeir fá tækifæri til þess í kvöld. vísir/ernir Það er heldur betur verk að vinna hjá Grindavík á heimavelli sínum í kvöld er liðið mætir Íslands-, deildar- og bikarmeisturum KR í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino’s-deildar karla. KR hreinlega valtaði yfir Grindvíkinga með 33 stiga mun, 98-65, í fyrsta leiknum og Grindavík sá í raun aldrei til sólar í leiknum. Þjálfari Grindvíkinga, Jóhann Þór Ólafsson, var nýkominn af lokaæfingu liðsins fyrir leikinn er Fréttablaðið heyrði í honum í gær.Þarf að laga mikið „Við vorum að fara yfir það sem hefði betur mátt fara í fyrsta leiknum og það var heill hellingur,“ segir Jóhann Þór en þó svo það hefði þurft að fara yfir margt var þetta engin maraþonæfing. „Við náðum ekki vörninni okkar í gang í fyrsta leiknum. Hún fór í vaskinn á fyrstu mínútunum og við komum aldrei til baka. Svo voru KR-ingarnir í miklu stuði og þá er erfitt að eiga við þá. Ekkert sem við ætluðum að gera gekk eftir. Snemma í öðrum leikhluta misstum við leikinn og hann var í rauninni búinn í hálfleik.“ Þjálfarinn var ekki ánægður með hversu snemma hans menn gáfust upp í Vesturbænum og þar ætla Grindvíkingar meðal annars að bæta sig.Misstum sjónar á því mikilvæga „Við höfum rætt okkar á milli að við höfum svolítið misst sjónar á því hvað það var sem kom okkur þangað sem við erum núna. Það var gleði og að njóta þess að fá að taka þátt í þessu. Það eitt og sér er ekki að fara að koma okkur í gegnum þetta KR-lið en er samt mikilvægur hlutur sem þarf að vera í lagi. Við þurfum að finna gleðina aftur. Það er fullt af leikmönnum sem sitja heima og vildu vera í okkar sporum,“ segir þjálfarinn ákveðinn en viðurkennir að það sé kúnst að stilla spennustig leikmanna rétt. „Ekki spurning. Það er ekkert auðvelt í þessu. Þetta er líka nýtt fyrir mér að vera á þessu stóra sviði. Það er stór munur á því að vera hækja í formi aðstoðarmanns eða vera maðurinn sem ber alla ábyrgðina. Verkefnið er ærið og risastórt og mér finnst það rosalega skemmtilegt.“ Það er alveg sama hvar drepið er niður í fæti eftir fyrsta leikinn. Grindavík getur alls staðar gert betur. Liðið var bara með 29 prósent skotnýtingu, tapaði frákastabaráttunni stórt og svona mætti áfram telja.Komumst ekki neðar „Ég held að við komumst ekki mikið neðar en þetta og ef allt er eðlilegt þá liggur leiðin bara upp á við núna. Við höfum fulla trú á því að við getum staðið í þessu KR-liði og erum færir í flestan sjó er við setjum saman frammistöðu sem við erum sáttir við,“ segir Jóhann en hann veit vel að verkefnið verður nánast ómögulegt tapist leikurinn í kvöld. „Þetta er „must win“ eins og þeir segja erlendis. Það er alveg klárt. KR-ingarnir eru komnir ansi langt með þetta ef þeir vinna þennan slag og þetta er því algjör lykilleikur fyrir okkur.“ Jóhann Þór gerir sér grein fyrir því að körfuknattleiksáhugamenn hafa almennt enga trú á hans liði í þessu einvígi og hann reynir að nýta sér það til að hvetja sína menn áfram. „Við værum ekki að standa í þessu ef við hefðum ekki trú á því sem við erum að gera. Ég skil umræðuna fullkomlega samt og er ekkert svekktur út í hana. Við eigum heimaleik núna og þar höfum við verið í stuði. Vorum reyndar góðir líka í Ásgarði, það verður ekki tekið af okkur. Við treystum á að heimavöllurinn gefi okkur eitthvað.“Seljum okkur dýrt Blaðamaður vildi ekki pína þjálfarann í að lofa sigri en hverju getur hann lofað stuðningsmönnum Grindavíkur? Hvað munu þeir sjá frá hans liði í leiknum? „Við komum alveg brjálaðir til leiks og gefum allt sem við eigum. Við viljum slökkva aðeins í umræðunni og því að enginn hafi trú á okkur. Við viljum sýna að við eigum heima á þessum stað. Við ætlum að halda í trúna og selja okkur eins dýrt og mögulegt er.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira
Það er heldur betur verk að vinna hjá Grindavík á heimavelli sínum í kvöld er liðið mætir Íslands-, deildar- og bikarmeisturum KR í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino’s-deildar karla. KR hreinlega valtaði yfir Grindvíkinga með 33 stiga mun, 98-65, í fyrsta leiknum og Grindavík sá í raun aldrei til sólar í leiknum. Þjálfari Grindvíkinga, Jóhann Þór Ólafsson, var nýkominn af lokaæfingu liðsins fyrir leikinn er Fréttablaðið heyrði í honum í gær.Þarf að laga mikið „Við vorum að fara yfir það sem hefði betur mátt fara í fyrsta leiknum og það var heill hellingur,“ segir Jóhann Þór en þó svo það hefði þurft að fara yfir margt var þetta engin maraþonæfing. „Við náðum ekki vörninni okkar í gang í fyrsta leiknum. Hún fór í vaskinn á fyrstu mínútunum og við komum aldrei til baka. Svo voru KR-ingarnir í miklu stuði og þá er erfitt að eiga við þá. Ekkert sem við ætluðum að gera gekk eftir. Snemma í öðrum leikhluta misstum við leikinn og hann var í rauninni búinn í hálfleik.“ Þjálfarinn var ekki ánægður með hversu snemma hans menn gáfust upp í Vesturbænum og þar ætla Grindvíkingar meðal annars að bæta sig.Misstum sjónar á því mikilvæga „Við höfum rætt okkar á milli að við höfum svolítið misst sjónar á því hvað það var sem kom okkur þangað sem við erum núna. Það var gleði og að njóta þess að fá að taka þátt í þessu. Það eitt og sér er ekki að fara að koma okkur í gegnum þetta KR-lið en er samt mikilvægur hlutur sem þarf að vera í lagi. Við þurfum að finna gleðina aftur. Það er fullt af leikmönnum sem sitja heima og vildu vera í okkar sporum,“ segir þjálfarinn ákveðinn en viðurkennir að það sé kúnst að stilla spennustig leikmanna rétt. „Ekki spurning. Það er ekkert auðvelt í þessu. Þetta er líka nýtt fyrir mér að vera á þessu stóra sviði. Það er stór munur á því að vera hækja í formi aðstoðarmanns eða vera maðurinn sem ber alla ábyrgðina. Verkefnið er ærið og risastórt og mér finnst það rosalega skemmtilegt.“ Það er alveg sama hvar drepið er niður í fæti eftir fyrsta leikinn. Grindavík getur alls staðar gert betur. Liðið var bara með 29 prósent skotnýtingu, tapaði frákastabaráttunni stórt og svona mætti áfram telja.Komumst ekki neðar „Ég held að við komumst ekki mikið neðar en þetta og ef allt er eðlilegt þá liggur leiðin bara upp á við núna. Við höfum fulla trú á því að við getum staðið í þessu KR-liði og erum færir í flestan sjó er við setjum saman frammistöðu sem við erum sáttir við,“ segir Jóhann en hann veit vel að verkefnið verður nánast ómögulegt tapist leikurinn í kvöld. „Þetta er „must win“ eins og þeir segja erlendis. Það er alveg klárt. KR-ingarnir eru komnir ansi langt með þetta ef þeir vinna þennan slag og þetta er því algjör lykilleikur fyrir okkur.“ Jóhann Þór gerir sér grein fyrir því að körfuknattleiksáhugamenn hafa almennt enga trú á hans liði í þessu einvígi og hann reynir að nýta sér það til að hvetja sína menn áfram. „Við værum ekki að standa í þessu ef við hefðum ekki trú á því sem við erum að gera. Ég skil umræðuna fullkomlega samt og er ekkert svekktur út í hana. Við eigum heimaleik núna og þar höfum við verið í stuði. Vorum reyndar góðir líka í Ásgarði, það verður ekki tekið af okkur. Við treystum á að heimavöllurinn gefi okkur eitthvað.“Seljum okkur dýrt Blaðamaður vildi ekki pína þjálfarann í að lofa sigri en hverju getur hann lofað stuðningsmönnum Grindavíkur? Hvað munu þeir sjá frá hans liði í leiknum? „Við komum alveg brjálaðir til leiks og gefum allt sem við eigum. Við viljum slökkva aðeins í umræðunni og því að enginn hafi trú á okkur. Við viljum sýna að við eigum heima á þessum stað. Við ætlum að halda í trúna og selja okkur eins dýrt og mögulegt er.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira