Hið unga og stórskemmtilega lið Ajax er komið með annan fótinn í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir magnaðan sigur á Lyon í kvöld.
Þetta var fyrri leikur liðanna og hann endaði 4-1 fyrir Ajax. Ótrúlegur fjöldi færa leit dagsins ljós í leiknum og í raun með ólíkindum að mörkin hafi ekki orðið fleiri.
Bertrand Traore skoraði tvö mörk fyrir Ajax og þeir KAsper Dolberg og Amin Younes komust einnig á blað. Mathieu Valbuena skoraði mark Lyon í leiknum.
Man. Utd og Celta Vigo er hin rimman í undanúrslitum keppninnar.
