Oddný vill allan viðbótarkvóta á uppboð Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 13:00 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. Vísir/Anton Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira