Hannes um Zlatan: Hann pakkaði okkur saman á tíu mínútum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2017 12:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið að spila með Randers í Danmörku. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan.. Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan..
Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira