Símafélögin misstu Iphone umboðið yfir til Epli Haraldur Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 09:00 Apple samdi við Epli um umboðið fyrir Iphone. Vísir/Anton Brink „Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
„Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira