Er spenntust fyrir útópískum draumaherbergjum Guðný Hrönn skrifar 16. maí 2017 18:30 Sesselja Thorberg er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar Amazing Home Show. Mynd/Saga Sig Innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg er afar spennt fyrir helginni því þá opnar sýningin Amazing Home Show sem hún hefur unnið hörðum höndum við að undirbúa og setja upp undanfarna mánuði. Um risastóra og viðamikla heimilissýningu í Laugardalshöll er að ræða. „Það er ótrúlegt að það sé komið að þessu, við erum búin að vinna svo ótrúlega lengi að þessu. Þetta er alveg gríðarlega yfirgripsmikil sýning sem stendur yfir í tvo daga fyrir almenning, en svo er einn dagur til viðbótar sem er fyrir fyrirtæki,“ segir Sesselja sem er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar. „Sýningin er þemaskipt, þannig að ef þú hefur bara áhuga á að skoða garðtengda hluti sem dæmi þá getur þú gert það. En auðvitað skoðar maður allt þegar maður er kominn,“ segir hún og hlær. „Sýningin er fyrir alla sem hafa áhuga á einhverju sem tengist heimili, hönnun og framkvæmdum en líka fyrir heilu fjölskyldurnar.“ Þórunn Antonía og Friðrik Dór láta draum rætastSesselja er afar spennt fyrir helginni og að sjá sýninguna smella saman. Hún er þó einna spenntust fyrir að afhjúpa hluta sýningarinnar sem heitir Draumaherbergið. „Ég er spenntust fyrir hönnunarhluta sýningarinnar og svo Draumaherberginu.“„Draumaherbergið er náttúrulega bara aðalmálið fyrir mér. Upphaflega hugmyndin mín var að fá tvo þjóðþekkta Íslendinga, sem væru líka smekksfólk, til að hanna draumaherbergið sitt. Þannig ég bað Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Friðrik Dór Jónsson um að taka þátt, og þau voru bara meira en til í það. Mér fannst mjög gaman að etja saman tveimur týpum sem eru frekar ólíkar.“ „Þau eru að hanna draumaherbergi, þetta er mjög útópískt,“ segir Sesselja og leggur áherslu á orðið „drauma“. Herbergið þarf sem sagt ekki að vera praktískt. „Útkoman byggir á draumórum þeirra, annað hvort í fortíð eða framtíð. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim og ég held að það leynist góður innanhússhönnuður inn í þeim báðum,“ segir hún og hlær. Þess má geta að Þórunn og Friðrik hafa unnið herbergið í samstarfi við við Byko, Snúruna og Ilvu. „Þessi fyrirtæki hafa lánað okkur hluti, styrkt okkur að hluta og þannig látið drauminn verða að veruleika.“ Búist við um 30.000 gestumSesselja finnur fyrir miklum áhuga frá fólki á sýningunni. „Það er búist við um 30.000 manns á sýninguna sem er í raun fyrir alla. Það verður heilmikið gert fyrir krakka, þarna verður t.d. útisvæði og skemmtiatriði á stóru sviði á klukkutíma fresti. Þannig að allir ættu að gera skemmt sér vel,“ segir Sesselja sem hvetur alla sem vilja gera sér glaðan dag að leggja leið sína í Laugardalshöll um helgina. Tíska og hönnun Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg er afar spennt fyrir helginni því þá opnar sýningin Amazing Home Show sem hún hefur unnið hörðum höndum við að undirbúa og setja upp undanfarna mánuði. Um risastóra og viðamikla heimilissýningu í Laugardalshöll er að ræða. „Það er ótrúlegt að það sé komið að þessu, við erum búin að vinna svo ótrúlega lengi að þessu. Þetta er alveg gríðarlega yfirgripsmikil sýning sem stendur yfir í tvo daga fyrir almenning, en svo er einn dagur til viðbótar sem er fyrir fyrirtæki,“ segir Sesselja sem er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar. „Sýningin er þemaskipt, þannig að ef þú hefur bara áhuga á að skoða garðtengda hluti sem dæmi þá getur þú gert það. En auðvitað skoðar maður allt þegar maður er kominn,“ segir hún og hlær. „Sýningin er fyrir alla sem hafa áhuga á einhverju sem tengist heimili, hönnun og framkvæmdum en líka fyrir heilu fjölskyldurnar.“ Þórunn Antonía og Friðrik Dór láta draum rætastSesselja er afar spennt fyrir helginni og að sjá sýninguna smella saman. Hún er þó einna spenntust fyrir að afhjúpa hluta sýningarinnar sem heitir Draumaherbergið. „Ég er spenntust fyrir hönnunarhluta sýningarinnar og svo Draumaherberginu.“„Draumaherbergið er náttúrulega bara aðalmálið fyrir mér. Upphaflega hugmyndin mín var að fá tvo þjóðþekkta Íslendinga, sem væru líka smekksfólk, til að hanna draumaherbergið sitt. Þannig ég bað Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Friðrik Dór Jónsson um að taka þátt, og þau voru bara meira en til í það. Mér fannst mjög gaman að etja saman tveimur týpum sem eru frekar ólíkar.“ „Þau eru að hanna draumaherbergi, þetta er mjög útópískt,“ segir Sesselja og leggur áherslu á orðið „drauma“. Herbergið þarf sem sagt ekki að vera praktískt. „Útkoman byggir á draumórum þeirra, annað hvort í fortíð eða framtíð. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim og ég held að það leynist góður innanhússhönnuður inn í þeim báðum,“ segir hún og hlær. Þess má geta að Þórunn og Friðrik hafa unnið herbergið í samstarfi við við Byko, Snúruna og Ilvu. „Þessi fyrirtæki hafa lánað okkur hluti, styrkt okkur að hluta og þannig látið drauminn verða að veruleika.“ Búist við um 30.000 gestumSesselja finnur fyrir miklum áhuga frá fólki á sýningunni. „Það er búist við um 30.000 manns á sýninguna sem er í raun fyrir alla. Það verður heilmikið gert fyrir krakka, þarna verður t.d. útisvæði og skemmtiatriði á stóru sviði á klukkutíma fresti. Þannig að allir ættu að gera skemmt sér vel,“ segir Sesselja sem hvetur alla sem vilja gera sér glaðan dag að leggja leið sína í Laugardalshöll um helgina.
Tíska og hönnun Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira