Í eldhúsi Evu: Spicy grænmetissúpa Eva Laufey skrifar 13. maí 2017 16:00 Spicy grænmetissúpa. Eva Laufey Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram dýrindis kræsingar. Hér er uppskrift að spicy grænmetissúpu. Spicy grænmetissúpa 1 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5-6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1-2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. paprikukrydd ½ tsk. cumin-krydd ½ tsk. þurrkaður kóríander 1 tsk. karrí Salt og pipar Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.Meðlæti með súpunni1 msk. olíaTortillakökur, skornar í litla bitaSýrður rjómiLárperaFerskur kóríanderHreinn fetaostur Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1- 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lárperu, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaosti. Eva Laufey Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram dýrindis kræsingar. Hér er uppskrift að spicy grænmetissúpu. Spicy grænmetissúpa 1 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5-6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1-2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. paprikukrydd ½ tsk. cumin-krydd ½ tsk. þurrkaður kóríander 1 tsk. karrí Salt og pipar Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.Meðlæti með súpunni1 msk. olíaTortillakökur, skornar í litla bitaSýrður rjómiLárperaFerskur kóríanderHreinn fetaostur Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1- 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lárperu, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaosti.
Eva Laufey Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira