Í eldhúsi Evu: Spicy grænmetissúpa Eva Laufey skrifar 13. maí 2017 16:00 Spicy grænmetissúpa. Eva Laufey Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram dýrindis kræsingar. Hér er uppskrift að spicy grænmetissúpu. Spicy grænmetissúpa 1 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5-6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1-2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. paprikukrydd ½ tsk. cumin-krydd ½ tsk. þurrkaður kóríander 1 tsk. karrí Salt og pipar Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.Meðlæti með súpunni1 msk. olíaTortillakökur, skornar í litla bitaSýrður rjómiLárperaFerskur kóríanderHreinn fetaostur Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1- 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lárperu, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaosti. Eva Laufey Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram dýrindis kræsingar. Hér er uppskrift að spicy grænmetissúpu. Spicy grænmetissúpa 1 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5-6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1-2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. paprikukrydd ½ tsk. cumin-krydd ½ tsk. þurrkaður kóríander 1 tsk. karrí Salt og pipar Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.Meðlæti með súpunni1 msk. olíaTortillakökur, skornar í litla bitaSýrður rjómiLárperaFerskur kóríanderHreinn fetaostur Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1- 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lárperu, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaosti.
Eva Laufey Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira