Hárrétt viðbrögð komu í veg fyrir stórhættu Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Vélin er af gerðinni Piper Tomahawk, árgerð 1978. Flugkennari á vegum Flugskóla Akureyrar brást hárrétt við þegar flugvél sem hann stýrði ásamt nemanda í flugkennslu missti afl á flugi sunnan Akureyrarflugvallar með þeim afleiðingum að þeir framkvæmdu neyðarlendingu á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan Hrafnagils. Engar bifreiðar voru á veginum þegar atvikið átti sér stað. Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla, sá vélina koma undarlega lágt. Bæði eiginkona hans og dóttir eru í flugnámi. „Ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafn hræddur á ævinni. Ég sat á kaffistofunni og horfði á vélina koma nokkuð lágt yfir skólann fljúgandi í suður og taka krappa beygju þar. Maður heyrði á vélarhljóðinu að gangurinn var ekki eins og hann átti að sér að vera. Þannig að ég rauk út þegar ég sá hana taka nokkuð skarpa dýfu að mér sýndist og hljóp á vettvang,“ sagði Hans Rúnar.Hans Rúnar Snorrason sjónarvottur.Lögreglu barst tilkynning um hálf eitt á hádegi í gær um að flugvélin, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, hefði nauðlent á veginum. Flugmennirnir tveir, reyndur flugkennari á vegum skólans og nemandi, slösuðust ekki en smávægilegar skemmdir urðu á hægri væng vélarinnar við neyðarlendinguna. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók skýrslur af mönnunum tveimur auk stjórnenda skólans í gær og mun rannsaka hvað olli því að vélin missti afl. Kristján Þór Víkingsson, skólastjóri Flugskólans, var fljótur á vettvang þegar hann heyrði af óhappinu. „Viðbrögð flugmanns eru skólabókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í þessum aðstæðum. Það er ljóst að hann afstýrði frekari hættu. Nú munum við rannsaka þetta og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Kristján Þór. Vélin, Piper Tomahawk, er smíðuð árið 1978 og í góðu viðhaldi að sögn skólastjóra. Til flugkennslu í dag hefur flugskólinn á Akureyri tvær sérhannaðar flugvélar af gerðinni Piper Tomahawk til umráða. Það er mat manna að þær hafi reynst mjög vel til verklegrar flugkennslu í gegnum tíðina. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Flugkennari á vegum Flugskóla Akureyrar brást hárrétt við þegar flugvél sem hann stýrði ásamt nemanda í flugkennslu missti afl á flugi sunnan Akureyrarflugvallar með þeim afleiðingum að þeir framkvæmdu neyðarlendingu á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan Hrafnagils. Engar bifreiðar voru á veginum þegar atvikið átti sér stað. Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla, sá vélina koma undarlega lágt. Bæði eiginkona hans og dóttir eru í flugnámi. „Ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafn hræddur á ævinni. Ég sat á kaffistofunni og horfði á vélina koma nokkuð lágt yfir skólann fljúgandi í suður og taka krappa beygju þar. Maður heyrði á vélarhljóðinu að gangurinn var ekki eins og hann átti að sér að vera. Þannig að ég rauk út þegar ég sá hana taka nokkuð skarpa dýfu að mér sýndist og hljóp á vettvang,“ sagði Hans Rúnar.Hans Rúnar Snorrason sjónarvottur.Lögreglu barst tilkynning um hálf eitt á hádegi í gær um að flugvélin, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, hefði nauðlent á veginum. Flugmennirnir tveir, reyndur flugkennari á vegum skólans og nemandi, slösuðust ekki en smávægilegar skemmdir urðu á hægri væng vélarinnar við neyðarlendinguna. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók skýrslur af mönnunum tveimur auk stjórnenda skólans í gær og mun rannsaka hvað olli því að vélin missti afl. Kristján Þór Víkingsson, skólastjóri Flugskólans, var fljótur á vettvang þegar hann heyrði af óhappinu. „Viðbrögð flugmanns eru skólabókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í þessum aðstæðum. Það er ljóst að hann afstýrði frekari hættu. Nú munum við rannsaka þetta og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Kristján Þór. Vélin, Piper Tomahawk, er smíðuð árið 1978 og í góðu viðhaldi að sögn skólastjóra. Til flugkennslu í dag hefur flugskólinn á Akureyri tvær sérhannaðar flugvélar af gerðinni Piper Tomahawk til umráða. Það er mat manna að þær hafi reynst mjög vel til verklegrar flugkennslu í gegnum tíðina.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira