Ríkið tók alla „kjarabótina“ til baka! Björgvin Guðmundsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gumaði mikið af því, að hún gerði einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja frá áramótum. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem voru í hjónabandi og sambúð hækkaði þá um 12 þúsund krónur á mánuði og um 23 þúsund á mánuði hjá einhleypum öldruðum. Hér er átt við þá, sem hafa eingöngu tekjur frá TR. Ég hef kallað þessar „kjarabætur“ hungurlús.Töldu hungurlúsina of mikla kjarabót En stjórnvöld töldu þessa hungurlús of mikla kjarabót. Hún var því tekin strax til baka, m.a. með skerðingu húsaleigubóta. Fyrir áramót var hámark húsaleigubóta 22.000 kr. Þeir sem voru með tekjur sínar eingöngu eða að stærstum hluta frá TR voru með óskertar húsaleigubætur, þar sem greiðslur skv. lögum um almannatryggingar skertu ekki bæturnar. Því var breytt frá áramótum. Þá var farið að reikna allar greiðslur frá Tryggingastofnun til lífeyrisfólks með tekjum við útreikning húsaleigubóta.Öll áramótakjarabótin tekin aftur Í dag er upphæð húsaleigubóta 31.000 kr. fyrir einn í heimili. Tekjuskerðing byrjar við 281.083 kr. á mánuði. Eldri borgari hafði samband við mig og skýrði mér frá stöðunni hjá sér. Hann hækkaði í 230 þúsund á mánuði frá TR um áramót (um 23 þús.). Auk þess hefur hann greiðslu úr lífeyrissjóði sem er talsvert innan við 100 þúsund á mánuði. Maður þessi var með húsaleigubætur en vegna aukinnar skerðingar frá áramótum sætti hann niðurskurði húsaleigubótanna, þannig að ríkisvaldið tók alla „kjarabótina“ af honum. Þannig fór um áramótakjarabótina hans.Vaxtabætur (og barnabætur) lækkaðar um 57,7 milljarða Ákvæði um hærri vaxtabætur féllu úr gildi 1. janúar 2014. Alls lækkuðu vaxtabætur (og barnabætur) um 57,7 milljarða 2014. Framangreindar breytingar hafa leitt til þess, að fjölmargir aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og miklu meiri en nemur þeim litlu kjarabótum sem þeir hafa fengið. Sem dæmi má nefna, að lífeyrisþegi var með tæpar 200 þúsund í vaxtabætur en í dag fær hann engar vaxtabætur. Þær hafa verið þurrkaðar út. Þetta er veruleg kjaraskerðing hjá honum. Það sem hér hefur verið rakið um aukna skerðingu húsaleigubóta og lækkun vaxtabóta hefur valdið öldruðum verulegri kjaraskerðingu. Auk þess hafa komugjöld í heilbrigðisþjónustu aukist, meira að segja eftir að nýtt greiðsluþak tók gildi. Dæmi um slíka hækkun: Eldri borgari þurfti að greiða 6.600 kr. fyrir viðtal við sérfræðing og blóðrannsókn eftir að nýja kerfið tók gildi. Það var 77% hækkun frá því hann fékk síðast slíka þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gumaði mikið af því, að hún gerði einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja frá áramótum. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem voru í hjónabandi og sambúð hækkaði þá um 12 þúsund krónur á mánuði og um 23 þúsund á mánuði hjá einhleypum öldruðum. Hér er átt við þá, sem hafa eingöngu tekjur frá TR. Ég hef kallað þessar „kjarabætur“ hungurlús.Töldu hungurlúsina of mikla kjarabót En stjórnvöld töldu þessa hungurlús of mikla kjarabót. Hún var því tekin strax til baka, m.a. með skerðingu húsaleigubóta. Fyrir áramót var hámark húsaleigubóta 22.000 kr. Þeir sem voru með tekjur sínar eingöngu eða að stærstum hluta frá TR voru með óskertar húsaleigubætur, þar sem greiðslur skv. lögum um almannatryggingar skertu ekki bæturnar. Því var breytt frá áramótum. Þá var farið að reikna allar greiðslur frá Tryggingastofnun til lífeyrisfólks með tekjum við útreikning húsaleigubóta.Öll áramótakjarabótin tekin aftur Í dag er upphæð húsaleigubóta 31.000 kr. fyrir einn í heimili. Tekjuskerðing byrjar við 281.083 kr. á mánuði. Eldri borgari hafði samband við mig og skýrði mér frá stöðunni hjá sér. Hann hækkaði í 230 þúsund á mánuði frá TR um áramót (um 23 þús.). Auk þess hefur hann greiðslu úr lífeyrissjóði sem er talsvert innan við 100 þúsund á mánuði. Maður þessi var með húsaleigubætur en vegna aukinnar skerðingar frá áramótum sætti hann niðurskurði húsaleigubótanna, þannig að ríkisvaldið tók alla „kjarabótina“ af honum. Þannig fór um áramótakjarabótina hans.Vaxtabætur (og barnabætur) lækkaðar um 57,7 milljarða Ákvæði um hærri vaxtabætur féllu úr gildi 1. janúar 2014. Alls lækkuðu vaxtabætur (og barnabætur) um 57,7 milljarða 2014. Framangreindar breytingar hafa leitt til þess, að fjölmargir aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og miklu meiri en nemur þeim litlu kjarabótum sem þeir hafa fengið. Sem dæmi má nefna, að lífeyrisþegi var með tæpar 200 þúsund í vaxtabætur en í dag fær hann engar vaxtabætur. Þær hafa verið þurrkaðar út. Þetta er veruleg kjaraskerðing hjá honum. Það sem hér hefur verið rakið um aukna skerðingu húsaleigubóta og lækkun vaxtabóta hefur valdið öldruðum verulegri kjaraskerðingu. Auk þess hafa komugjöld í heilbrigðisþjónustu aukist, meira að segja eftir að nýtt greiðsluþak tók gildi. Dæmi um slíka hækkun: Eldri borgari þurfti að greiða 6.600 kr. fyrir viðtal við sérfræðing og blóðrannsókn eftir að nýja kerfið tók gildi. Það var 77% hækkun frá því hann fékk síðast slíka þjónustu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun