Rétta skrefið að panta tíma á Gullfoss, Geysi og Þingvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2017 11:00 Skúli ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni allsherjargoða og Dorrit Dorrit Moussaieff þegar ný flugvél í flota WOW, Freyja Airbus 321, var kynnt til sögunnar. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, telur að helstu tækifærin í ferðamennsku hér á landi felist í því að dreifa ferðamönnum mun betur um landið. Sömuleiðis þurfi að stýra umferðinni á vinsælustu viðkomustaði ferðamanna. „Bláa lónið er gott dæmi um þannig stað. Þar verður að bóka í gegnum netið, stýra traffíkinni svo það myndist ekki of mikil örtröð,“ segir Skúli. Tekjur Bláa lónsins í fyrra voru rúmlega tíu milljarðar króna og jukust um 43 prósent á milli ára eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. „Auðvitað eigum við að gera það sama á Gullfossi og Geysi, Þingvöllum og þar sem álagið er mest. Rútufyrirtækin eiga að þurfa að bóka tíma. Með einföldum leiðum er hægt að gera hlutina betri. Ekki bara fyrir ferðamenn heldur líka Íslendinga.“ Nýjar tröppur hafa verið teknar í notkun við Gullfoss.Umhverfisstofnun Seldi körfuboltamyndir Skúli var gestur í Brennslunni á FM 957 í morgun og fór um víðan völl í sögu sinni í viðskiptum. Hann var á meðal þeirra sem ráku skemmtistaðina Tunglið og Borgina á sínum tíma. Sumarið 1988 rak hann Tunglið án þess að vera kominn með aldur til að vera þar inni. Hann varð ekki tvítugur fyrr en um haustið. Í framhaldinu hóf hann innflutning og sölu á körfuboltamyndum þegar NBA æðið var sem mest á Íslandi árið 1993. Velgengnin í sölu þeirra mynda varð til þess að honum var boðið til Bandaríkjanna á úrslitaleik HM í fótbolta sumarið 1994. Þar sá hann fleiri fullorðna menn gráta en nokkru sinni fyrr og síðar. Þá rifjaði Skúli um árin í tölvufyrirtækinu OZ sem hann seldi árið 2008, helgina sem Geir Haarde bað guð um að blessa Ísland. Í framhaldinu flutti hann heim frá Montreal í Kanada og kom á fót flugfélagi. Skúli er mikill hjólreiðakappi hvort sem er á fjöllum eða jafnsléttu. Vísir/Vilhelm Umhverfisvænni flugvélar Nýjasta verkefni WOW Air, reiðhjólaleiga í Reykjavík, var til umræðu og var Skúli meðal annars spurður út í það hvort það fælist ekki hræsni í því að tala fyrir umhverfisvernd og reka á sama tíma flugfélag. Skúli sagði að sér sárnaði sú umræða. Nýjar vélar WOW Air væru hagkvæmari í rekstri og umhverfisvænni en aðrar vélar. Þróunin, líkt og hjá bílum, væri í áttina að enn umhverfisvænni flugvélum. Rafmagnsflugvélar væru framtíðin en tengiltvinnflugvélar (e. hybrid) væru næsta skref. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, telur að helstu tækifærin í ferðamennsku hér á landi felist í því að dreifa ferðamönnum mun betur um landið. Sömuleiðis þurfi að stýra umferðinni á vinsælustu viðkomustaði ferðamanna. „Bláa lónið er gott dæmi um þannig stað. Þar verður að bóka í gegnum netið, stýra traffíkinni svo það myndist ekki of mikil örtröð,“ segir Skúli. Tekjur Bláa lónsins í fyrra voru rúmlega tíu milljarðar króna og jukust um 43 prósent á milli ára eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. „Auðvitað eigum við að gera það sama á Gullfossi og Geysi, Þingvöllum og þar sem álagið er mest. Rútufyrirtækin eiga að þurfa að bóka tíma. Með einföldum leiðum er hægt að gera hlutina betri. Ekki bara fyrir ferðamenn heldur líka Íslendinga.“ Nýjar tröppur hafa verið teknar í notkun við Gullfoss.Umhverfisstofnun Seldi körfuboltamyndir Skúli var gestur í Brennslunni á FM 957 í morgun og fór um víðan völl í sögu sinni í viðskiptum. Hann var á meðal þeirra sem ráku skemmtistaðina Tunglið og Borgina á sínum tíma. Sumarið 1988 rak hann Tunglið án þess að vera kominn með aldur til að vera þar inni. Hann varð ekki tvítugur fyrr en um haustið. Í framhaldinu hóf hann innflutning og sölu á körfuboltamyndum þegar NBA æðið var sem mest á Íslandi árið 1993. Velgengnin í sölu þeirra mynda varð til þess að honum var boðið til Bandaríkjanna á úrslitaleik HM í fótbolta sumarið 1994. Þar sá hann fleiri fullorðna menn gráta en nokkru sinni fyrr og síðar. Þá rifjaði Skúli um árin í tölvufyrirtækinu OZ sem hann seldi árið 2008, helgina sem Geir Haarde bað guð um að blessa Ísland. Í framhaldinu flutti hann heim frá Montreal í Kanada og kom á fót flugfélagi. Skúli er mikill hjólreiðakappi hvort sem er á fjöllum eða jafnsléttu. Vísir/Vilhelm Umhverfisvænni flugvélar Nýjasta verkefni WOW Air, reiðhjólaleiga í Reykjavík, var til umræðu og var Skúli meðal annars spurður út í það hvort það fælist ekki hræsni í því að tala fyrir umhverfisvernd og reka á sama tíma flugfélag. Skúli sagði að sér sárnaði sú umræða. Nýjar vélar WOW Air væru hagkvæmari í rekstri og umhverfisvænni en aðrar vélar. Þróunin, líkt og hjá bílum, væri í áttina að enn umhverfisvænni flugvélum. Rafmagnsflugvélar væru framtíðin en tengiltvinnflugvélar (e. hybrid) væru næsta skref. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent