Frá menntun til framtíðarstarfa Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun