Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Írlandi í vináttulandsleik í Dublin í kvöld.
Einn nýliði er í byrjunarliðinu; Ingibjörg Sigurðardóttir, 19 ára leikmaður Breiðabliks. Hún er með Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sif Atladóttur í þriggja manna vörn Íslands.
Stjörnukonan Agla María Albertsdóttir leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands. Hún hafði áður komið inn á sem varamaður í tveimur landsleikjum fyrr á þessu ári.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður í nýju hlutverki í leiknum í kvöld, sem hægri vængbakvörður. Á hinum vængnum er Hallbera Guðný Gísladóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir eru á miðjunni og þær Fanndís Friðriksdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Agla María frammi.
Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Fylgst verður með leiknum á Vísi.
Byrjunarlið Íslands er þannig skipað:
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir
Vængbakverðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir
Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, og Sigríður Lára Garðarsdóttir
Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Agla María Albertsdóttir
Nýliði í byrjunarliði Íslands
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti
