Sara Björk fékk ekki að fagna titlunum útaf karlaliðinu: Ótrúlega svekkjandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 07:45 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu út í Dublin á Írlandi þar sem liðið mun spila vináttulandsleik við Írland á morgun. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í Hollandi í sumar. Sara Björk vann tvennuna á fyrsta tímabili sínu með Wolfsburg þar sem hún vann sér strax inn byrjunarliðssæti hjá einu af sterkustu félagsliðum Evrópu. Sara hafði áður unnið marga titla með sænska liðinu Rosengard. „Það gekk allt upp. Við náðum tveimur titlum í Wolfsburg. Auðvitað vildum við ná þrennunni en það verður bara að bíða til næsta árs. En ég er full sjálfstrausts og í góðu standi og rosalega spennt fyrir sumrinu,“ sagði Sara Björk í viðtali við Mist Rúnarsdóttur á Fótbolta.net. Mist spurði Söru út í þá staðreynd að kvennalið Wolfsburg hafi ekki fengið að fagna titlunum tveimur með formlegum hætti þar sem að stjórn félagsins vildi ekki að fögnuður kvennanna skyggði á undirbúning karlaliðsins fyrir mikilvægan leik þar sem karlarnir voru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Þeir voru í basli við að reyna að halda sér í deildinni og það var hætt við formlega athöfn sem bærinn átti að halda til heiðurs okkur vegna gengi karlaliðsins. Það var rosalega mikil synd að geta ekki fagnað því að stelpurnar í klúbbnum hafa unnið tvo titla fyrir liðið. En við stelpurnar héldum bara okkar eigin fögnuð,“ sagði Sara Björk og bætti við: „Fyrir mér er þetta ótrúlega svekkjandi. Ég er að spila í toppklúbbi og það er mikil synd hversu lítil virðing er borin fyrir sigursælu kvennaliðinu og hætt sé við fögnuðinn,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu út í Dublin á Írlandi þar sem liðið mun spila vináttulandsleik við Írland á morgun. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í Hollandi í sumar. Sara Björk vann tvennuna á fyrsta tímabili sínu með Wolfsburg þar sem hún vann sér strax inn byrjunarliðssæti hjá einu af sterkustu félagsliðum Evrópu. Sara hafði áður unnið marga titla með sænska liðinu Rosengard. „Það gekk allt upp. Við náðum tveimur titlum í Wolfsburg. Auðvitað vildum við ná þrennunni en það verður bara að bíða til næsta árs. En ég er full sjálfstrausts og í góðu standi og rosalega spennt fyrir sumrinu,“ sagði Sara Björk í viðtali við Mist Rúnarsdóttur á Fótbolta.net. Mist spurði Söru út í þá staðreynd að kvennalið Wolfsburg hafi ekki fengið að fagna titlunum tveimur með formlegum hætti þar sem að stjórn félagsins vildi ekki að fögnuður kvennanna skyggði á undirbúning karlaliðsins fyrir mikilvægan leik þar sem karlarnir voru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Þeir voru í basli við að reyna að halda sér í deildinni og það var hætt við formlega athöfn sem bærinn átti að halda til heiðurs okkur vegna gengi karlaliðsins. Það var rosalega mikil synd að geta ekki fagnað því að stelpurnar í klúbbnum hafa unnið tvo titla fyrir liðið. En við stelpurnar héldum bara okkar eigin fögnuð,“ sagði Sara Björk og bætti við: „Fyrir mér er þetta ótrúlega svekkjandi. Ég er að spila í toppklúbbi og það er mikil synd hversu lítil virðing er borin fyrir sigursælu kvennaliðinu og hætt sé við fögnuðinn,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira