Það reyndist erfitt að finna efni til að vinna með Guðný Hrönn skrifar 6. júní 2017 11:15 María hvetur fólk til að endurskoða neysluhegðun sína. FRÉTTABLÐIÐ/ANTON BRINK María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram. Tíska og hönnun Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
María Árnadóttir útskrifaðist nýverið frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Með útskriftaverki sínu vill hún vekja athygli á dýra- og umhverfisvernd og neysluhegðun. „Mig langaði að fjalla um eitthvað sem skipti mig máli í útskriftarverkefninu og ég hef mikið verið að pæla í umhverfis- og dýravernd. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og finnst ömurlegt hvernig við komum oft fram við dýr,“ segir María. Útskriftarlína Maríu er vegan og í henni eru engar flíkur úr gerviefnum. „Ég lagði áherslu á að finna efni sem gætu komið í staðinn fyrir dýraafurðir í fatnaði, t.d. notaði ég korkleður í staðinn fyrir alvöru leður, bambussilki í staðinn fyrir alvöru silki og handgerðan bómullarfeld í staðinn fyrir dýrafeld.“Fatalína Maríu uppstillt í Listasafni Reykjavíkur.Það reyndist erfiðara en María átti von á að finna efni til að nota í línuna. „Skilyrðin sem ég hafði sett mér voru að efnin mættu ekki vera úr dýraafurðum og ekki úr gerviefni. Gerviefni eru afar mengandi, það tekur til dæmis í kringum 200 ár fyrir polýester að brotna niður í náttúrunni. Ég notaði korkleður sem ég keypti á netinu, það var eina náttúrulega vegan-leðrið sem ég fann. Korkur er skafinn af korktré en korkurinn endurnýjast á níu árum, þannig að framleiðslan er mjög sjálfbær.“„Ég fann svo engan feld sem var ekki úr gerviefni þannig að ég þurfti að handgera hann frá grunni, en með mikilli hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það. Hann var gerður úr bómullargarni og hörstramma. Svo notaði ég lífrænt bambussilki í eina skyrtuna, sem ég keypti á netinu.“ María kveðst vera meðvituð um neysluhegðun í sínu daglega lífi. „Ég flokka eins og ég get og reyni að kaupa eins lítið af plasti og ég get. Síðan skipta litlu hlutirnir máli eins og t.d. að nota ferðamál í staðinn fyrir að nota einnota bolla og auðvitað að vera með margnota poka þegar maður fer að versla. Ég kaupi líka miklu minna af fatnaði en ég gerði áður og vanda valið vel. Eitt það mikilvægasta sem maður getur svo gert til þess að minnka vistspor sitt er að gerast grænmetisæta, eða að minnsta kosti minnka kjötát. Það þarf t.d. í kringum 20 sinnum minna landsvæði til þess að fæða einhvern á vegan mataræði en einhvern sem borðar kjöt,“ útskýrir María. „Við verðum að gera miklar breytingar á neysluhegðun okkar ef við ætlum að búa áfram á jörðinni,“ segir María sem sér fyrir sér að vinna með umhverfis- og dýravernd að leiðarljósi áfram.
Tíska og hönnun Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira