Heitasta fjarreikistjarna sem hefur fundist Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 18:15 Hugmynd listamanns um hvernig KELT-9b (t.h.) og móðurstjarnan hennar gætu litið út. teikning/Nasa/JPL-Caltech/R. Hurt (IPAC) Lofthjúpur fjarreikistjörnu sem stjörnufræðingar hafa fundið er rúmlega nífalt heitari en Venus, heitasta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur og jafnast hitastig hennar á við stjörnur. KELT-9b er gasrisi í 650 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hitastigið yfir daginn er talið ná 4.300°C. Það er aðeins 1.300 gráðum „svalara“ en sólin okkar samkvæmt frétt Washington Post. Til samanburðar er hitastigið við yfirborð Venusar um 460°C sem er þó heitara en heitasti bakaraofn. Reikistjarnan er svo heit að þrátt fyrir að hún sé þrefalt massameiri en Júpíter þá er stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar helmingi þéttari samkvæmt frétt The Guardian. Of heitt fyrir sameindir Samband KELT-9b við móðurstjörnu sína, sem er bláhvítglóandi risastjarna, er sagt sérstakt. Það tekur reikistjörnuna aðeins einn og hálfan jarðdag að fara heilan hring um stjörnuna. Þá gengur reikistjarnan ekki í kringum miðbaug móðurstjörnunnar heldur yfir póla hennar. Líkt og tunglið okkar er möndulsnúningur KELT-9b bundinn sem þýðir að hún snýr ætíð sömu hliðinni að stjörnunni. Hitastigið á daghlið KELT-9b er því svo hátt að sameindir í lofthjúpnum brotna niður. Telja stjörnufræðingarnir að hann sé því allur á formi frumeinda. Einn stjörnufræðingur sem Washington Post ræðir við líkir KELT-9b við blending af reikistjörnu og stjörnu. Sú samlíking er þó ekki alls kostar nákvæm því enginn kjarnasamruni á sér stað í kjarna KELT-9b eins og á sér stað í stjörnum. Vísindi Tengdar fréttir Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Lofthjúpur fjarreikistjörnu sem stjörnufræðingar hafa fundið er rúmlega nífalt heitari en Venus, heitasta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur og jafnast hitastig hennar á við stjörnur. KELT-9b er gasrisi í 650 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hitastigið yfir daginn er talið ná 4.300°C. Það er aðeins 1.300 gráðum „svalara“ en sólin okkar samkvæmt frétt Washington Post. Til samanburðar er hitastigið við yfirborð Venusar um 460°C sem er þó heitara en heitasti bakaraofn. Reikistjarnan er svo heit að þrátt fyrir að hún sé þrefalt massameiri en Júpíter þá er stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar helmingi þéttari samkvæmt frétt The Guardian. Of heitt fyrir sameindir Samband KELT-9b við móðurstjörnu sína, sem er bláhvítglóandi risastjarna, er sagt sérstakt. Það tekur reikistjörnuna aðeins einn og hálfan jarðdag að fara heilan hring um stjörnuna. Þá gengur reikistjarnan ekki í kringum miðbaug móðurstjörnunnar heldur yfir póla hennar. Líkt og tunglið okkar er möndulsnúningur KELT-9b bundinn sem þýðir að hún snýr ætíð sömu hliðinni að stjörnunni. Hitastigið á daghlið KELT-9b er því svo hátt að sameindir í lofthjúpnum brotna niður. Telja stjörnufræðingarnir að hann sé því allur á formi frumeinda. Einn stjörnufræðingur sem Washington Post ræðir við líkir KELT-9b við blending af reikistjörnu og stjörnu. Sú samlíking er þó ekki alls kostar nákvæm því enginn kjarnasamruni á sér stað í kjarna KELT-9b eins og á sér stað í stjörnum.
Vísindi Tengdar fréttir Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“