Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 20:18 Grenfell-turninn er gjörónýtur. Lögreglan telur afar ólíklegt að einhver finnist þar á lífi. vísir/getty Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. Búið er að bera kennsl á sex þeirra sem létust. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað en 120 íbúðir voru í turninum og er talið að á milli 400 og 600 manns hafi búið þar. Alls voru 75 fluttir særðir á sjúkrahús og slökkviliðið bjargaði 65 manns úr brennandi turninum. Aðrir komust út að sjálfsdáðum en ólíklegt er talið að nú finnist einhver á lífi í rústum hússins. Staðfest er að sautján manns hafi látist og þrjátíu liggja enn særðir á sjúkrahúsi, þar af eru fimmtán taldir vera í lífshættu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á brunanum og þá hefur Alok Sharma, húsnæðismálaráðherra, sagt að ríkisstjórnin vinni nú að því ásamt borgaryfirvöldum að allar fjölskyldurnar sem bjuggu í turninum fái nýtt húsnæði í sama hverfi. Eldsupptök eru ókunn en margir telja að brunavarnir í turninum hafi verið ófullnægjandi og ný klæðning sem sett var á húsið fyrir ekki svo löngu síðan hafi jafnvel verið ástæða þess hversu hratt eldurinn breiddist út. Fjölda fólks er enn saknað og hafa ættingjar og vinir deilt myndum og upplýsingum á samfélagsmiðlum en BBC fjallaði um nokkra þeirra sem er saknað fyrr í kvöld. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33 Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. Búið er að bera kennsl á sex þeirra sem létust. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað en 120 íbúðir voru í turninum og er talið að á milli 400 og 600 manns hafi búið þar. Alls voru 75 fluttir særðir á sjúkrahús og slökkviliðið bjargaði 65 manns úr brennandi turninum. Aðrir komust út að sjálfsdáðum en ólíklegt er talið að nú finnist einhver á lífi í rústum hússins. Staðfest er að sautján manns hafi látist og þrjátíu liggja enn særðir á sjúkrahúsi, þar af eru fimmtán taldir vera í lífshættu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á brunanum og þá hefur Alok Sharma, húsnæðismálaráðherra, sagt að ríkisstjórnin vinni nú að því ásamt borgaryfirvöldum að allar fjölskyldurnar sem bjuggu í turninum fái nýtt húsnæði í sama hverfi. Eldsupptök eru ókunn en margir telja að brunavarnir í turninum hafi verið ófullnægjandi og ný klæðning sem sett var á húsið fyrir ekki svo löngu síðan hafi jafnvel verið ástæða þess hversu hratt eldurinn breiddist út. Fjölda fólks er enn saknað og hafa ættingjar og vinir deilt myndum og upplýsingum á samfélagsmiðlum en BBC fjallaði um nokkra þeirra sem er saknað fyrr í kvöld.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33 Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33
Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57
Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13