Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 15:30 Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar. Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar.
Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Sjá meira
IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15
Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent