Usain Bolt: Ég hef aldrei verið svona stressaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:45 Usain Bolt fagnar eftir að hafa unnið hlaupið. Vísir/AP Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira
Usain Bolt kyssti jörðina eftir að hann kláraði 100 metra hlaupið í gærkvöldi enda ástæða til. Þetta var hans síðasta keppnishlaup í heimalandinu. Usain Bolt kom í mark á 10,03 sekúndum fyrir framan troðfullan völl en það vildi enginn missa að kveðjuhlaupi stærstu íþróttastjörnu Jamaíka fyrr og síðar. 30 þúsund manns voru mættir til að horfa á Bolt sem brást ekki aðdáendum sínum og vann öruggan sigur. Hann var reyndar langt frá heimsmeti sínu sem er hlaup sem tók aðeins 9,58 sekúndur. „Hlaupið var allt í lagi en ekki meira en það. Ég held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir 100 metra hlaup,“ sagði Usain Bolt eftir hlaupið. BBC segir frá. „Ég er svo þakklátur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Andrúmsloftið og stuðningurinn sem fólkið sýndi í kvöld gerði mig stressaðan. Ég bjóst aldrei við þessi. Ég vissi að þetta yrði eitthvað stórt af því að leikvangurinn var troðfullur. Takk fyrir allir að koma og styðja við bakið á mér í kvöld,“ sagði Bolt. Hinn þrítugi Usain Bolt mun leggja hlaupaskóna upp á hillu eftir að hann lýkur keppni á heimsmeistaramótinu í London í ágúst. Usain Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur heimsmeistari. Hann keppir bara í 100 metra hlaupi á lokatímabili sínu. Usain Bolt fagnaði vel og lengi með áhorfendunum eins og hann er vanur. Hann bauð líka upp á frægu sigurstellingu sína eftir að hann kyssti marklínuna í kveðjuskini. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Usain Bolt eftir síðasta hlaupið sitt á Jamaíka.Vísir/APVísir/APVísir/APVísir/AP
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira