Valur er í ágætri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Ventspils í Evrópudeildinni.
Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Leikurinn virðist hafa verið nokkuð jafn en bæði lið skutu níu sinnum í átt að marki.
Það fékk enginn leikmaður rautt spjald og því ekkert vesen með bann í seinni leiknum.
Aðeins eitt gult spjald var gefið í leiknum en það fékk Bjarni Ólafur Eiríksson.
Síðari leikur liðanna fer fram á Valsvellinum eftir viku.

