Sérstök áhersla BHM á starfsfólk Landspítala Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júní 2017 07:00 BHM telur að huga þurfi að launasetningu starfsmanna í heilbrigðisþjónustu, einkum Landspítalans. BHM ætlar að leggja sérstaka áherslu á laun heilbrigðisstarfsmanna í næstu kjarasamningum, sem fara í hönd innan nokkurra vikna. Forystumenn samtakanna áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í vikunni til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. BHM segir í minnisblaði sem var kynnt fyrir ráðherra að greining samtakanna á launagögnum félagsmanna hjá ríkinu sýni að meðaltal dagvinnulauna hjá 19 stofnunum sé undir 500 þúsund krónum á mánuði. Á þessum lista séu stofnanir í heilbrigðis- og menntunargeiranum áberandi, meðal annars Landspítalinn. „Einn stærsti vinnustaður landsins er í slæmri stöðu og taka þarf sérstaklega á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir í minnisblaðinu.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að dagvinnulaun félagsmanna BHM á heilbrigðisstofnunum gefi raunhæfa mynd af heildarlaununum. „Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði og það er gott að rifja það upp að eftir hrun var gripið til mikilla aðgerða til að hafa slíkt af fólki. Og við sjáum það í kjarakönnun BHM í fyrra að þar sem laun voru að hækka virtist okkur slíkar umframgreiðslur frekar renna til karla en kvenna,“ segir Þórunn. Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir sautján aðildarfélaga BHM í júní 2015 og fól gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör félagsmanna. Úrskurður gerðardóms rennur úr gildi í lok ágúst næstkomandi og eru því fram undan samningaviðræður félaganna við ríkið. Þórunn segir að BHM sé þegar byrjað að undirbúa sig fyrir viðræðurnar og vonast til þess að þær geti farið fljótt af stað. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
BHM ætlar að leggja sérstaka áherslu á laun heilbrigðisstarfsmanna í næstu kjarasamningum, sem fara í hönd innan nokkurra vikna. Forystumenn samtakanna áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í vikunni til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. BHM segir í minnisblaði sem var kynnt fyrir ráðherra að greining samtakanna á launagögnum félagsmanna hjá ríkinu sýni að meðaltal dagvinnulauna hjá 19 stofnunum sé undir 500 þúsund krónum á mánuði. Á þessum lista séu stofnanir í heilbrigðis- og menntunargeiranum áberandi, meðal annars Landspítalinn. „Einn stærsti vinnustaður landsins er í slæmri stöðu og taka þarf sérstaklega á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir í minnisblaðinu.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að dagvinnulaun félagsmanna BHM á heilbrigðisstofnunum gefi raunhæfa mynd af heildarlaununum. „Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði og það er gott að rifja það upp að eftir hrun var gripið til mikilla aðgerða til að hafa slíkt af fólki. Og við sjáum það í kjarakönnun BHM í fyrra að þar sem laun voru að hækka virtist okkur slíkar umframgreiðslur frekar renna til karla en kvenna,“ segir Þórunn. Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir sautján aðildarfélaga BHM í júní 2015 og fól gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör félagsmanna. Úrskurður gerðardóms rennur úr gildi í lok ágúst næstkomandi og eru því fram undan samningaviðræður félaganna við ríkið. Þórunn segir að BHM sé þegar byrjað að undirbúa sig fyrir viðræðurnar og vonast til þess að þær geti farið fljótt af stað.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira