Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í öllum tegundum.
„Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að staða margra fiskistofna sé sterk og því ráðleggur stofnunin aukinn afla í mikilvægum tegundum s.s. þorski og ýsu. Hins vegar er ástand íslensku sumargotssíldarinnar slæmt vegna sýkingar og þarf því að draga verulega úr veiðum,“ segir í tilkynningunni.
Nánar má lesa um málið á vef ráðuneytisins, en að neðan má sjá má sjá kvóta eftir fisktegundum.
